fbpx
Mánudagur 22.júlí 2024
Fréttir

Jarðskjálftar í Öxarfirði ósköp hversdagslegir – Líklega eldgos innan fimm ára

Erla Dóra Magnúsdóttir
Miðvikudaginn 27. mars 2019 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jarðskjálftahrina sem hefur staðið yfir í Öxarfirði síðan á laugardaginn er ósköp hversdagsleg, segir Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur. Hrinur sem þessar eru ekki óalgengar á Norðurströndinni og ekkert til að gera mikið úr. Þessi tiltekna hrina tilheyrir ekki gosvirkni en hins vegar telur Páll líklegt að eldgos verði á Íslandi á næstu fimm árum, en fimm eldstöðvar eru nú að búa sig undir gos.

„Þetta eru miklu, miklu minni atburður. Þetta er ekki óalgengt þarna úti fyrir norðurströndinni og ekkert til að gera mikið úr. Við verðum að eiga stóru orðin þegar eitthvað mikið gerist,“ sagði Páll í samtali við DV. „Ef að fólk býr nógu nálægt og sefur nógu nálægt þá getur það vaknað við svona atburði en ekkert meira en það.“

Páll segir að á þessu svæði liggi skjálftabelti þar sem jarðskjálftahrinur séu mjög algengar og 250-300 skjálftar sé ekki mikill fjöldi, í rauninni sé það slæmur mælikvarði að telja skjálftana því það fari eftir næmni mælitækja hversu margir skjálftar eru skráðir. „Þarna eru upptökin inni í skjálftamælakerfinu. Það þýðir ekki að skjálftahrinan sé mjög stór“

Árið 1976 varð stór skjálfti í Öxarfirði sem átti upptök á svipuðum stað og jarðskjálftahrinan sem nú á sér stað. Páll segir eðli skjálftanna þó ólíkt og ekki sé að vænta skjálfta af sambærilegri stærð og 1976.

„Skjálftinn hins vegar sem var 1976, hann var nokkuð stór, hann var svona 6,4 að stærð, enda varð þar talsvert tjón á Kópaskeri og nærliggjandi sveitum. Skemmdust mörg hús. Sá atburður tengdist Kröflugosunum og því öllu. Hann gerðist í miðju kvikuhlaupi þar sem hljóp kvika úr Kröflu og norður eftir Gjástykki og norður í Öxarfjörð, neðanjarðar, og hleypti af stað skjálftum á þessu skjálftasvæði. Þessir núna eru ekki tengdir neinum gosum.“

Krafla er í dag í miklum rólegheitum, en það sama á þó ekki við fjölda annarra eldstöðva sem búa sig nú undir að gjósa.

„Það eru Hekla, Katla, Bárðarbunga, sérstaklega Bárðarbunga, Grímsvötn og Öræfajökull núna. Þau eru öll í einhvers konar undirbúningi undir næsta gos. „Þetta er bara eins og hvernig Ísland er, það eru eldgos hér á 2-3 ára fresti og eldfjöllin þurfa að undirbúa sig svolítið vel fyrir það.“

„Stærsta gos Íslandssögunnar var hérna 2014. Sama eldfjall er að undirbúa sig undir næsta gos. Bárðarbunga er að búa sig undir gos. Þar verða nokkuð stórir skjálftar núna með nokkurra mánaða millibili.“

Svo það verður líklega eldgos á næstu fimm árunum ? 

„Það er mjög líklegt. Meðaltíminn á milli gosa undanfarin 40 ár eru búin að vera 2-3 ár. Stundum eru það nokkur ár, stundum er það aðeins styttra. Það komu þarna nokkur gos í kippu. Eyjafjallajökull, Grímsvötn og Bárðarbunga.“

Páll segir þó ástæðulaust að stressa sig yfir skjálftahrinunni á Öxarfirði.

„Þessi skjálftahrina sem er núna í gangi er bara frekar venjuleg, frekar hversdagsleg.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kaþólsku kirkjunni vantar 100 milljónir

Kaþólsku kirkjunni vantar 100 milljónir
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Flutningur ráðuneytanna langt kominn í glæsihýsið við Austurbakka – Óvíst um endanlegan kostnað

Flutningur ráðuneytanna langt kominn í glæsihýsið við Austurbakka – Óvíst um endanlegan kostnað