Kröfuhafar WOW Air hafa samþykkt að breyta skuldum upp á 15 milljarða í 49% hlut í fyrirtækinu. Jafnframt leita þeir að nýju hlutafé upp á 5 milljarða. Þetta kemur fram í frétt RÚV. Rætt var við Sigþór Kristinn Skúlason, forstjóra flugþjónustufyrirtækisins Airport Associates sem er einn kröfuhafanna. Sigþór sagði:
„Ég get fullyrt það að kröfuhafar og aðrir sem eru núna að leggja vinnu í þetta mundu ekki leggja í þessa vegferð nema þeir mundu meta stöðuna sem svo að fyrirtækið væri komið í rekstrarhæft ástand og langtímahorfur og rekstrarhorfur á fyrirtækinu eru mjög bjartar.“
Sigþór sagði jafnframt að hann teldi það æskilegt að Skúli yrði áfram forstjóri fyrirtækisins:
„Skúli er búinn að gera stórkostlega hluti. Hann er líka búinn að gera mikið af mistökum en ég held að enginn sé búinn að læra jafnhressilega af þeim og hann.“