Samkvæmt heimildum DV er jafnvel búið að aflétta kyrrsetningu TF -PRO, vélar WOW Air sem var kyrrsett í Montreal í morgun og mun vélin að óbreyttu halda til Íslands síðdegis í dag.
Þetta getur haft mikla þýðingu fyrir félagið, þar sem mögulega tryggir þetta Lundúnaflug félagsins í fyrramálið.
Í morgun bárust fréttir af því að leigusali vélarinnar hefði stöðvað áætlað flug TF-PRO til Íslands og þurfti að flytja farþega á hótel í Montreal.
Jafnframt fylgdi með að búið væri að senda aðra vél til Montreal til að sækja farþegana. Samkvæmt heimildum DV út tveimur áttum hefur verið unnið að því að leysa þetta mál í dag. Ekki er vitað hvort seinni vélin fór yfirleitt alla leið til Montreal, en heimildamenn DV sögðu að málið væri að skýrast þessar mínúturnar.