fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fréttir

Starfsfólk WOW býðst til að gefa eftir laun: „Ég er WOW-ari inn að beini“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Sunnudaginn 24. mars 2019 20:53

Skúli Mogensen, fyrrverandi forstjóri WOW.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hópur af starfsmönnum WOW-air hefur leitað eftir heimild til að kanna hug starfsmanna til að gefa eftir laun til að tryggja áframhaldandi sjálfstæðan rekstur flugfélagsins.

Fyrirspurnin hljómaði svona:

„Ég sendi þetta skeyti fyrir hönd hóps, sem hefur í dag, átt viðræður við fjölda starfsmanna WOW air.
Þessi hópur starfsmanna félagsins er tilbúinn að gefa eftir laun (samkvæmt nánari skilgreiningu) til stuðnings við félagið og til þess að tryggja áframhaldandi sjálfstæðan rekstur.

Hópurinn óskar eftir heimild til þess að senda fjöldapóst á starfsmenn WOW air, og nota til þess netföng WOW air, til þess að kanna þeirra hug með formlegri hætti.“

Í samtali við blaðamann sagði starfsmaður, sem ekki vill láta nafns síns getið, að WOW-air væri frábær vinnustaður

„Ég er fjólublár inn að beini og mér þykir ekki eins vænt um neitt annað fyrirtæki eins og WOW, þetta er besta fyrirtæki sem ég hef unnið fyrir.“

„Það er sem sagt búin að vera umræða um það í dag á okkar samfélagsmiðlum að við myndum gefa mánaðarlaun til þess að hjálpa fyrirtækinu.“

Samkvæmt starfsmanninum hefur verið vel tekið í hugmyndir um eftirgjöf launa, og því leitaði hópurinn eftir því að fá formlega að bera hugmyndina undir starfsmenn með því að senda fjöldapóst á starfmenn til að kanna hug þeirra með formlegum hætti.

Fyrr í dag bárust fréttir þess efnis að viðræðum um aðkomu Icelandair að rekstri WOW hefðu verið slitið en skömmu síðar greindi mbl frá því að nú væru í gangi viðræður við fjárfesta sem tóku þátt í skuldabréfaútboði um að afskrifa skuldir og bjóða 51 prósent félagsins til kaups.

„Það hef­ur verið unnið alla helg­ina að plani um að bjarga fyr­ir­tæk­inu. Það verður kynnt á morg­un. Nán­ast all­ir kröfu­haf­ar gefa eft­ir skuld­ir og eiga hluta­fé í lítið skuld­settu fé­lagi sem verður spenn­andi fjár­fest­ing­ar­kost­ur,“ hefur mbl.is eftir ónefndum skuldabréfaeiganda.

Skuldabréfaeigandinn fullyrti jafnframt að langur tími gæti liði áður en Icelandair hefur aftur gagn af Boeing Max flugvélunum sem voru kyrrsettar í kjölfar tveggja flugslysa á Indónesíu og í Eþíópíu. Altalað væri í flugheiminum að vandi vélanna yrði ekki leystur með hraði.

Viðmælandi DV var sammála því og kallaði Max vélarnar: „Druslur vegna þess að þetta er eins og að mæta með ljótasta kærastan á svæðið og svo ertu að reyna að punta hann upp og reyna að fá móður þína til að trúa því að þetta sé maður sem hún vill að þú eyðir lífinu með. Mamma þin veit betur. Þessi vél er drusla og það vill enginn sjá hana. Það er allt rangt við þessa vél, allt rangt við hönnunina á þessu ofris kerfi“

RÚV greindi frá því að Skúli hefði sent starfsmönnum bréf þar sem hann segist vonast til þess að starfsmenn fái tækifæri á að gefa eftir laun upp í hlutabréf og þakkaði fyrir skilaboð sem hann hafi fengið frá starfsmönnum síðustu daga.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Erna segir skilið við Miðflokkinn en hafði sóst eftir oddvitasæti – „Miðflokkurinn gekk úr mér“

Erna segir skilið við Miðflokkinn en hafði sóst eftir oddvitasæti – „Miðflokkurinn gekk úr mér“
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Össur tætir Pírata í sig: „Málefnalega skipta þau ekki lengur máli“

Össur tætir Pírata í sig: „Málefnalega skipta þau ekki lengur máli“
Fréttir
Í gær

Alexandra lætur Sigmund Davíð fá það óþvegið: „Er maðurinn fimm ára?“

Alexandra lætur Sigmund Davíð fá það óþvegið: „Er maðurinn fimm ára?“
Fréttir
Í gær

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“