Fréttablaðið skýrir frá þessu. Verkalýðsfélögin og Samtök atvinnulífsins funduðu í gær hjá ríkissáttasemjara. Átti fundurinn að standa í eina klukkustund en hann hófst klukkan tíu. Hann stóð fram yfir klukkan 19. Ekki hafa fengist upplýsingar um hvað kom fram á fundinum þar sem málsaðilar mega ekki tjá sig um það.
Haft er eftir Sólveigu Önnu að Efling og VR verði að einhverju leyti með sameiginlega verkfallsvörslu í dag. Farið verði á milli hótela og einnig verði litið eftir hópferðabílum.
„Ég myndi ekki segja að ég væri sannfærð um það að dagurinn muni ganga eitthvað snurðulaust fyrir sig. Það er alls ekki tilfinningin sem ég er með. Ég reikna með því að okkur muni berast ýmsar fregnir af alls konar rugli og vitleysu.“
Sagði Sólveig Anna.