fbpx
Mánudagur 22.júlí 2024
Fréttir

Ingólfur ýtti starfsmanni Eflingar: „Við lítum það mjög alvarlegum augum ef hendur eru lagðar á starfsfólk félagsins“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Föstudaginn 22. mars 2019 17:51

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Efling segist ítrekað hafa orðið fyrir aðkasti Ingólfs Haraldssonar, hótelstjóra Hótel Nordica, þegar fulltrúa þeirra ber að garði. Í dag hafi hann gengið svo langt að leggja hendur á starfsmann Eflingar og ýtt við henni. 

Á vef Eflingar kemur fram að Ingólfur hafi tekið á móti kröfugöngu hótelstarfsmanna og sagt hópnum að hafa sig umsvifalaust á brott því rútustæði yrði að vera laust fyrir rútur. Þá bentu fulltrúar Eflingar á að rútubílstjórar væru einnig í verkfalli. Ingólfur svaraði því með að það „kemur þér ekkert við“,

Efling segir þetta ekki í fyrsta skiptið sem Ingólfur hefur afskipti af kjarabaráttu félagsins, en þegar kosið var um verkfall hótelþerna hafi hann einnig haft afskipti, Sólveig Anna Jónsdóttir segir að hann hafi verið afar ósamvinnuþýður.

„Við vorum mjög slakar að bíða, en hann ráfaði þar í kring. Hann var með leiðindi við starfsfólkið sitt, sem ætlaði að kjósa, og við okkur. Hann var mjög ósamvinnuþýður.“

„Við urðum vitni að því að hann væri að niðurlægja starfsfólkið sitt. Hann sagði við einn starfsmanninn, sem sat þarna og reykti, að hann væri latur,“ segir Valgerður Árnadóttir af félagssviði Eflingar. „En sá náungi tók þessum móðgandi tón eins og hann væri vanur þessu, sat bara og reykti.“

Sólveig segir að þegar starfsmenn fóru til að kjósa þá hafi Ingólfur tekið upp símann og gert sig líklegan til að mynda það starfsfólk sem kaus.

„Þá stillti ég mér upp fyrir framan símann hans svo hann gæti ekki tekið mynd, og ég gerði honum það ljóst að hann mætti ekki taka mynd af fólki sem væri í miðjum klíðum að greiða atkvæði. Þá lét hann af þessu, en hélt áfram að hreyta í okkur einhverjum leiðindum og þvælu.“

Þegar kröfugangan hélt frá Hilton hóteli í dag þá skipti Ingólfur sér aftur að „Þá kemur hann eina ferðina enn,“og segir að hann hafi verið búinn að segja okkur að fara. Ég tilkynnti honum að við værum nú á leiðinni burt, en ef til vill ættum við að hafa kröfugönguna í smá stund hjá Hilton vegna þessarar framkomu. Þá ýtir hann við mér,“ segir Valgerður.

Berglind Rós Gunnarsdóttir, skrifstofustjóri Eflinga segir að hegðun Ingólfs veki upp spurningar um starfsmannamál hótelsins :„Þetta fær mann til að hugsa. Ef þetta er framkoma hans við starfsfólk stéttarfélagsins, hvernig er þá framkoma hans við eigið starfsfólk?“

Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir hegðun sem þessa ekki verða liðna. „Við lítum það mjög alvarlegum augum ef hendur eru lagðar á starfsfólk félagsins. Við munum taka þetta fyrir og athuga hvort senda eigi tilkynningu um framferði Ingólfs til Hilton samsteypunnar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kaþólsku kirkjunni vantar 100 milljónir

Kaþólsku kirkjunni vantar 100 milljónir
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Flutningur ráðuneytanna langt kominn í glæsihýsið við Austurbakka – Óvíst um endanlegan kostnað

Flutningur ráðuneytanna langt kominn í glæsihýsið við Austurbakka – Óvíst um endanlegan kostnað