fbpx
Þriðjudagur 24.desember 2024
Fréttir

Sigurþóra komin með húsnæði fyrir Bergið á dánardegi sonar síns – „Táknrænt að nota dagsetningu á versta degi lífs míns“

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 18. mars 2019 17:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigurþóra Bergsdóttir missti son sinn Berg Snæ Sigurþórsson þann 18. mars 2016. Bergur Snær, sem var 19 ára gamall, tók eigið líf eftir að hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi á unglingsárum.

Í dag, þremur árum seinna, á þessum erfiða degi, skrifaði Sigurþóra undir leigusamning fyrir Bergið, húsnæði sem hún ásamt öflugum hópi fagaðila og sjálfboðaliða ætlar að opna að Suðurgötu 10, í miðbæ Reykjavíkur. Húsnæðið er afhent 1. apríl og stefnt er að opnun Bergsins síðar í þeim mánuði.

„Í dag er dánardagurinn hans Bergs Snæs míns, en hann fór þann 18. mars 2016. Í dag er líka dagurinn þar sem við skrifuðum undir leigusamning um Suðurgötu 10 í Reykjavík þar sem við ætlum að setja á stofn Bergið okkar. Bergið Headspace þar sem ungt fólk getur komið án skilyrða þar sem tekið verður á móti þeim með hlýju og skilning. Við viljum finna orkunni farveg, finna leiðir til að bæta líðan og finna tilgang. Það er táknrænt að nota dagsetningu á versta degi lífs míns í að leggja drög að úrræði sem mun vonandi hjálpa ungmennum dagsins í dag og til framtíðar. Nú hefst vinnan fyrir alvöru og þurfum við að leita til ykkar allra um að hjálpa okkur til að láta þennan draum rætast,“ segir Sigurþóra í stöðufærslu á Facebook.

Jafnframt tekur hún fram að töluvert þarf til að húsnæðið verði eins og best verður á kosið, bæði hvað húsgögn og annað varðar. Breytingar á húsnæðinu svo það henti starfseminni og síðast enn, ekki síst, öfluga og góða sjálfboðaliða.

„Við munum þurfa umtalsvert fjármagn, við munum þurfa húsgögn, tölvubúnað, húsbúnað. Okkur vantar fólk til að vinna að breytingu á húsnæðinu og hjálpa til við að koma Berginu af stað. Okkur vantar líka sjálfboðaliða í móttöku og að manna vefspjall og fleira,“ segir Sigurþóra.

Í viðtali við Fréttablaðið segir Sigurþóra að upphaflega hafi staðið til að opna meðferðarúrræði. Hún hafi hins vegar áttað sig á því, þegar betur var að gáð, að mörg úrræði séu í boði fyrir ungt fólk í vanda. Þó þau séu góð séu þau hins vegar flest því marki brennd að hólfa fólk niður, þar sé þjónustan oft mjög sérhæfð. Til Bergsins geti fólk leitað við minni tilefni og ekki síst áður en vandinn er orðinn mikill. Fólk geti mætt í Suðurgötuna eða bókað tíma hjá ráðgjafa og fengið viðtal.

Aðalfundur samtakanna fer fram í húsnæðinu 8. apríl.

„Ég trúi því að Bergið verði breytiafl í okkar samfélagi og að við gerum þetta saman.“

Upplýsingar um Bergið, samtök um stuðningssetur fyrir ungt fólk 18-25 ára má finna á Facebook-síðu þess, og heimasíða er í vinnslu þar sem hægt verður að styrkja Bergið og gerast velgjörðarmenn. Einnig má leggja inn á reikning Bergsins, kt. 431018-0200, 0301-26-4030.

Hægt er að skrá sig í samtökin hér.
Hér má skrá húsgögn eða húsbúnað sem þú vilt leggja til Bergsins.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Egill Þór er látinn

Egill Þór er látinn
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Óveður á aðfangadagskvöld: „Líklegt að veðrið muni hafa áhrif á jólin á stórum hluta landsins þetta árið“

Óveður á aðfangadagskvöld: „Líklegt að veðrið muni hafa áhrif á jólin á stórum hluta landsins þetta árið“
Fréttir
Í gær

Sigríður segir Helga ekki geta verið vararíkissaksóknari þrátt fyrir úrskurð ráðherra – „Ber meiri keim af einelti en lögfræði“

Sigríður segir Helga ekki geta verið vararíkissaksóknari þrátt fyrir úrskurð ráðherra – „Ber meiri keim af einelti en lögfræði“
Fréttir
Í gær

Kvikmyndagerðarmaður auglýsir eftir uppljóstrara – „Ef þú býrð yfir upplýsingum sem snerta okkur öll…“

Kvikmyndagerðarmaður auglýsir eftir uppljóstrara – „Ef þú býrð yfir upplýsingum sem snerta okkur öll…“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ný ríkisstjórn kynnt við vetrarsólstöður

Ný ríkisstjórn kynnt við vetrarsólstöður
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Egill Helgason fékk heldur betur „rausnarlega“ gjöf frá Íslandsbanka

Egill Helgason fékk heldur betur „rausnarlega“ gjöf frá Íslandsbanka
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Allt brjálað í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði – Byggðu íbúð í geymslunum

Allt brjálað í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði – Byggðu íbúð í geymslunum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Íslenskur skurðlæknir vinnur við að bjarga slösuðum eftir árásina í Magdeburg

Íslenskur skurðlæknir vinnur við að bjarga slösuðum eftir árásina í Magdeburg