fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Fréttir

Séra Geir Waage – Að heimila fósturdráp æpir gegn allri mannúð – Grimmd að veita konum heimild eða hvatningu til að vinna barni sínu mein

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 12. mars 2019 07:55

Geir Waage.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar kristni var lögfest hér á landi var kveðið á um að útburður barna væri leyfður þvert á kröfur kristinna manna um að það yrði óheimilt. Mannfellir af völdum hungurs var algengur og fólk taldi aldur sinn í vetrum en ekki árum. Börn sem fæddust síðla sumars eða snemmar vetrar áttu litla lífsvon þegar hallæri ríkti og viðbúið var að móðir þeirra hlyti sömu örlög og barnið.

Svona hefst grein eftir Geir Waage, sóknarprest í Reykholti, í Morgunblaðinu í dag. Fóstureyðingar eru umfjöllunarefnið. Geir bendir á að fram á tuttugustu öld hafi allar kynslóðir Íslendinga þekkt hungur og margir þeirra sem fæddust á síðustu öld hafi búið við skort og hafi kynnst svengd af eigin raun.

„Nú er auðsæld í landi og úrræði til að ala bæði aldna og óborna þótt auðfundin sjeu dæmi þess, að annað sje látið ganga fyrir velferð þeirra, sem ósjálfbjarga eru. Vild þeirra, sem með fjárráð fara fyrir almenningi gengur fyrir velferð barna og gamalmenna á ýmsa grein. Mestu varðar, að meðaltalið sje fullnægjandi í excel-bókhaldinu.”

Segir Geir og virðist vera að gagnrýna hvernig útgjöldum ríkisins er skipt. Síðan víkur hann að fóstureyðingum:

”Gildandi lög um fóstureyðingar kosta um eitt þúsund óborinna barna lífið á ári. Eftir að kona festir fang eru flest líkindi til þess, að hún beri barn sitt á sínum tíma. Vitaskuld misferst meðganga af ýmsum ástæðum. Konum getur verið hætta búin af meðgöngu og barnsburði, stundum er fóstri áfátt eða brýn nauðsyn talin til að eyða því ófullburða á forsendu gildandi laga.”

Hann víkur síðan að lagafrumvarpi sem liggur fyrir Alþingi um þungunarrof:

„Áform þess frumvarps til fóstureyðinga, sem nú liggur fyrir Alþingi, að heimila fósturdráp allt fram á 22. viku meðgöngu æpir gegn allri mannúð, að ekki sje borið við hugmyndum kristinna manna um helgi mannlegs lífs. Á sama tíma, sem hvorki er sparað fje eða fyrirhöfn til þess að bjarga lífvænlegu jóði, á nú að heimila förgun þess að vild verðandi móður. Varla mun nokkur kona grípa til slíks úrræðis nema henni sje mikill vandi á höndum.”

Segir Geir og bætir við:

„Eg álít það vera óbilgirni að ekki sje sagt grimmd að fá konu við slíkar aðstæður heimild eða hvatningu að lögum til að vinna jóði sínu mein. Nær væri að koma til liðs í slíkum aðstæðum og gera verðandi móður fært að koma barninu í heiminn, því enginn hörgull er á fólki, sem þráir barn og vill flestu til kosta til þess að vera trúað fyrir barni til uppeldis sem sínu eigin. Nú takast á miklar tilfinningar hjá þungaðri konu, er hún stendur frammi fyrir slíkum valkosti, sem fóstureyðing er. Væri nær að styðja hana til þeirra hluta, sem þjóna lífinu, heldur en að laða hana að Helvegum með heimildum og áróðri sem þessi lagabreyting ber í sjer. Eg treysti því, að Alþingi Íslendinga leiði ekki í lög það siðleysi, sem þetta frumvarp ber í sjer, hvort sem litið er til þess frá sjónarhóli kristninnar eða húmanismans. Þótt margt beri þar á milli eru hugmyndir hvorra tveggja svipaðar hvað mannhelgi varðar.“

Segir Geir og óttast að hér verði ekki látið staðar numið:

„Óvíst er, hvar staðar verður numið, ráði þau pólitízku viðhorf, sem frumvarpið stendur á. Í viðauka Skarðsárbókar Landnámu segir frá drápum gamalmenna og ómaga í óvenju hörðu hallæri er hjer var um miðjan áttunda áratug 10. aldar. Varla yrði skynsamlegra röksemda langt að bíða í vorri samtíð fyrir svipuðum lausnum, ef mönnum verður það á, að sniðganga viðhorf siðar þjóðarinnar, sem enn gætir víðast hvar í lögum og liggur raunar þeim til grundvallar um helgi mannlegs lífs.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Ökukennari segir illa komið fram við eldri ökumenn: „Að mínu mati al­gjör­lega út í hött“

Ökukennari segir illa komið fram við eldri ökumenn: „Að mínu mati al­gjör­lega út í hött“
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Dagur kveður borgarstjórn eftir nær aldarfjórðung – „Ég elska Reykjavík“

Dagur kveður borgarstjórn eftir nær aldarfjórðung – „Ég elska Reykjavík“
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Illugi ómyrkur í máli – „Þetta var Hitlers-kveðja og ekkert annað“

Illugi ómyrkur í máli – „Þetta var Hitlers-kveðja og ekkert annað“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Guðmundur segir að ósanngjörn umfjöllun RÚV um Trump geti skaðað samskipti við Bandaríkjamenn – „Þessu verður að linna“

Guðmundur segir að ósanngjörn umfjöllun RÚV um Trump geti skaðað samskipti við Bandaríkjamenn – „Þessu verður að linna“
Fréttir
Í gær

Kæru vegna sjókvíaeldis í Seyðisfirði vísað frá

Kæru vegna sjókvíaeldis í Seyðisfirði vísað frá
Fréttir
Í gær

Höggvinn með exi á A. Hansen – Svaraði fyrir sig með hnefunum 20 árum síðar á Castello

Höggvinn með exi á A. Hansen – Svaraði fyrir sig með hnefunum 20 árum síðar á Castello
Fréttir
Í gær

Maður á sextugsaldri misþyrmdi lögreglumanni í Þarabakka

Maður á sextugsaldri misþyrmdi lögreglumanni í Þarabakka
Fréttir
Í gær

Guðmunda þekkir það vel að vera aftast í röðinni og gleymast – „Ég lifi það ekki af að bíða svo lengi, henni varð á að hlæja“

Guðmunda þekkir það vel að vera aftast í röðinni og gleymast – „Ég lifi það ekki af að bíða svo lengi, henni varð á að hlæja“
Fréttir
Í gær

Dóri DNA segist með Mosfellsbæ á heilanum – „Þarna er hugsað stórt og ég elska þegar það er hugsað stórt“

Dóri DNA segist með Mosfellsbæ á heilanum – „Þarna er hugsað stórt og ég elska þegar það er hugsað stórt“