Þrátt fyrir erfiðleika WOW air fór árshátíð félagsins fram um helgina í Laugardalshöll, en það var starfsmannafélag fyrirtækisins sem hafði veg og vanda af henni.
Samkvæmt heimildum Eyjunnar hvatti Skúli starfsfólk til að mæta á árshátíðina á starfsmannafundi í síðustu viku. Almennt var vel tekið í hvatningu eigandans, sem sagður er njóta stuðnings starfsfólks síns að mestu, þó haft hafi verið á orði meðal starfsmanna í hálfum hljóðum, að árshátíðin gæti hugsanlega verið sú síðasta undir merkjum félagsins.
Á meðal skemmtiatriða voru söngdívurnar Birgitta Haukdal, Selma Björns og Svala Björgvins, auk þess sem Stjórnin tróð upp.
Ekki fer mikið fyrir myndum af árshátíðinni á samfélagsmiðlum, en örfáar myndir má finna undir myllumerkinu wowvision19. Á meðal gesta var Gerður Arinbjarnardóttir, en kærasti hennar er starfsmaður hjá WOW air. Gerður er virk á samfélagsmiðlum, þar á meðal á Snapchat og Instagram og birti mynd á Instagram í story, sem féll vægast sagt ekki í kramið meðal starfsmanna, vegna yfirskriftarinnar.
Gerður er með um 9 þúsund fylgjendur á Instagram, og því má ætla að fjöldi fólks hafi séð myndina. Gerður fjarlægði myndina, enn áður var hún orðin „viral“ á meðal starfsmanna WOW air.
Gerður skrifaði: Allir atvinnulausir um mánaðarmótin.