Í yfirstandandi kjarabaráttu virðist vinsælt meðal þeirra sem tala gegn launahækkunum að vitna í ýmis línurit eða stöplarit sem eiga að sýna að ástandið sé mjög gott á Íslandi. Konráð S. Guðjónsson, hagfræðingur Viðskiptaráðs, gerir þetta oft á Twitter og Brynjar Níelsson birti fyrr í dag töflu frá Hagstofunni.
Hefur það mistekist?
(Þarna er nb. búið að leiðrétta fyrir því hversu dýrt Ísland er) pic.twitter.com/fj49tAYLN1
— Konráð S. Guðjónsson (@konradgudjons) February 25, 2019
https://www.facebook.com/photo.php?fbid=1225515980946246&set=a.112746505556538&type=3
Þetta virðst falla í mjög grýttan jarðveg meðal margra Íslendinga á Twitter og er ýmist gert stólpagrín að þessu eða gagnrýnt. Sumir líkja þessu við hrútskýringar, eða mansplaning, þegar karlmenn útskýra fyrir konum eitthvað sem þær vita. Í því samhengi mætti kalla þetta auðskýringa eða suitskýringu.
Hér fyrir neðan má sjá nokkur dæmi
Sé bara frekar lítið af hagfræðingum og öðrum að birta línurit og meðaltöl um kaupmátt og kjör (aðallega einn) en rosalega marga pirra sig út það.
— Einar Fridriksson (@EinarKF) February 28, 2019
Vá, finnst ykkur deprímerandi að vera á Twitter á þessum síðustu og verstu? Prófið að stunda nám þar sem lágmark einu sinni í viku grínast einhver kennari um hvað vinstri menn eða láglaunafólk er heimskt út frá einhverju tómarúmshagfræðilíkanskjaftæði, og missa ekki vitið.
— Eydís Blöndal (@eydisblondal) February 28, 2019
það er á tímum sem þessum sem ég vildi að ég byggi ekki yfir nokkuri hagfræðiþekkingu
— Steinunn B (@steinunnbragad) February 28, 2019
Mér finnst þetta ekki alveg jafnrætið og þér, það var alla vega ekki uppleggið. Fannst þetta bara fínn hitamælir á kjarabaráttuna og twitter punktur is. Sjá nánar hér: pic.twitter.com/Q0I61np2ih
— Dagur Hjartarson (@DagurHjartarson) February 27, 2019
Hahaha veistu ekki að hagvöxtur er 7,15 stebbilabbi og kaupmáttur launa hefur aukist um 81 meðalverðgildi krónu gagnvart dollar síðan seðlabanki jók stýrivexti um meðallaun hæ hó lamalama ding dong hreiðaaaaar þannig að ef þú ert fastur á leigumarkaði ertu kannski bara hálfviti
— Haukur Bragason (@HaukurBragason) February 28, 2019
Ég er að fokking sturlast á þessari “Svo þetta láglaunafólk heldur að það hafi það eitthvað slæmt. Hefur það séð þetta línurit??” umræðu hérna.
— Heiður Anna (@heiduranna) February 28, 2019
Hagfræði er ekki raunvísindi.
— Ásgeir Berg (@asgeirberg) February 28, 2019
Sko, það er enginn sem dregur í efa að Ísland sé forríkt land. Mig grunar raunar að það sé einmitt það sem drífur áfram gremju láglaunafólks og þennan pirring út í sífelldar suitskýringar hér á forritinu.
— Ásgeir Berg (@asgeirberg) February 28, 2019
Raunin er þó sú, og því miður verður alls ekki hjá því komist, að staðreyndir án túlkunar eru innihaldssnauðar, innantómar. Þetta gerði fulltrúum auðvaldsins mjög erfitt fyrir ef staðreyndirnar sem þeir legðu fram væru raunverulega „handan góðs og ills“ eins og þeir vilja láta.
— karl? (@karlhoelafur) February 28, 2019
Galdurinn við lævísu retóríkina þeirra er hins vegar sá að að staðreyndirnar sem þeir leggja fram eru einmitt *aldrei* lagðar fram í tómarúmi heldur alltaf í túlkunarfræðilegu „andrúmslofti“.
— karl? (@karlhoelafur) February 28, 2019
Staðreyndin „í samanburði við aðrar þjóðir eru kjör íslensks verkalýðs góð“ segir ekkert ein og sér, en þegar þessi staðreynd er borin upp sem punktur í umræðu um kjarabaráttu launafólks verður merking hennar „fátækt fólk hefur það alveg nógu gott, það ætti að sætta sig við það“.
— karl? (@karlhoelafur) February 28, 2019
— Heiti bara Siffi aftur núna (@SiffiG) February 28, 2019