fbpx
Mánudagur 20.janúar 2025
Fréttir

Sigurður dæmdur fyrir Skáksambandsmálið

Ritstjórn DV
Föstudaginn 22. febrúar 2019 11:30

Sigurður Ragnar Kristinsson. Samsett mynd/DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigurður Kristinsson hefur verið dæmdur í fjögurra og hálfs árs fangelsi vegna Skáksambandsmálsins svokallaða. Hann var dæmdur fyrir að smygla um fimm kílóum af amfetamíni til landsins í upphafi síðasta árs.

Auk Sigurðar voru Hákon Örn Bergmann og Jóhann Axel Viðarsson dæmdir í fangelsisvist. Hákon hlaut tólf mánaða dóm meðan Jóhann Axel var dæmdur í níu mánaða fangelsi, þar af sex mánuði skilorðsbundna.

Málið vakti mikla athygli í samfélaginu. Lögreglan hafði haldlagt pakka með fíkniefnunum sem stílaður var á Skáksamband Íslands. Lögreglan skipti fíkniefnunum út fyrir gerviefni og réðst síðan til atlögu á skrifstofu sambandsins þegar pakkinn barst þangað.

Líkt og frægt er orðið slasaðist fyrrverandi eiginkona hans, Sunna Elvíra Þorkelsdóttir, á þáverandi heimili þeirra í Malaga-borg á Spáni um svipað leyti. Hvað átti sér stað ytra liggur ekki fyrir en afleiðingarnar voru skelfilegar. Sunna Elvira þríhryggbrotnaði við fallið og fékk að lokum þann úrskurð að hún væri lömuð til lífstíðar.

Dómur Sigurðar hefur ekki enn verið birtur á vef dómstóla en Fréttablaðið greinir frá því að dómur hafi fallið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Unglingar með kylfu í verslunarkjarna

Unglingar með kylfu í verslunarkjarna
Fréttir
Í gær

Steingrímur stóð fréttavaktina þegar snjóflóðið féll á Súðavík – „Við vitum að tíminn læknar engin sár, menn læra bara að lifa með sársaukanum“

Steingrímur stóð fréttavaktina þegar snjóflóðið féll á Súðavík – „Við vitum að tíminn læknar engin sár, menn læra bara að lifa með sársaukanum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rúmlega 8 þúsund hafa skrifað undir lista gegn sjókvíaeldi í Seyðisfirði

Rúmlega 8 þúsund hafa skrifað undir lista gegn sjókvíaeldi í Seyðisfirði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jón Þór svarar ákæru um manndrápstilraun og fleiri brot

Jón Þór svarar ákæru um manndrápstilraun og fleiri brot
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Áhrifavaldur eitraði fyrir barninu sínu – Vildi fjölga fylgjendum og fá peninga

Áhrifavaldur eitraði fyrir barninu sínu – Vildi fjölga fylgjendum og fá peninga
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Arkitekt telur hægt að bjarga Álfabakkamálinu – Erfiðara að endurvekja traust á skipulagi borgarinnar

Arkitekt telur hægt að bjarga Álfabakkamálinu – Erfiðara að endurvekja traust á skipulagi borgarinnar
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Úkraínsku hermennirnir voru í þjálfun í Frakklandi – Skyndilega hurfu þeir

Úkraínsku hermennirnir voru í þjálfun í Frakklandi – Skyndilega hurfu þeir
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ofsótti lesbískt par linnulítið í hálft ár – Brjálaðist vegna beiðni um að þrífa upp hundaskít

Ofsótti lesbískt par linnulítið í hálft ár – Brjálaðist vegna beiðni um að þrífa upp hundaskít