fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Fréttir

Grunur um milljónafjárdrátt frá skjólstæðingum velferðarsviðs Ísafjarðarbæjar

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 20. febrúar 2019 07:50

Rækjuverksmiðjan Kampi er á Ísafirði. Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á Vestfjörðum er nú að rannsaka meintan fjárdrátt starfsmanns velferðarsviðs Ísafjarðarbæjar. Starfsmaðurinn er grunaður um að hafa dregið sér fé á þriggja ára tímabili. Talið er að hann hafi dregið sér fé af reikningum skjólstæðinga velferðarsviðsins en hann hafði aðgang að þeim í gegnum störf sín fyrir bæjarfélagið.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Haft er eftir Guðmundi Gunnarssyni, bæjarstjóra, að grunur hafi vaknað um fjárdráttinn við innra eftirlit um mitt síðasta ár. Hann sagði að búið væri að bæta þolendum tjónið og nú sé það í höndum bæjarins að sækja bætur.

Karl Ingi Vilbergsson, lögreglustjóri á Vestfjörðum, staðfesti við Fréttablaðið að lögreglan væri að rannsaka fjárdráttarmál sem snúi að starfsmanni velferðarsviðs bæjarins. Meint brot hafi átt sér stað á árunum 2015 til 2018. Rannsókn málsins mun vera vel á veg komin.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Ákæran í stóra fíkniefnamálinu: Afi og amma geymdu efnin heima hjá sér og seðlabúnt voru flutt á bifreiðaverkstæði í Auðbrekku

Ákæran í stóra fíkniefnamálinu: Afi og amma geymdu efnin heima hjá sér og seðlabúnt voru flutt á bifreiðaverkstæði í Auðbrekku
Fréttir
Í gær

Hafa borið kennsl á líkin í ferðatöskunum – 34 ára gamall maður ákærður fyrir ódæðið

Hafa borið kennsl á líkin í ferðatöskunum – 34 ára gamall maður ákærður fyrir ódæðið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslendingur dæmdur í þriggja mánaða fangelsi í Danmörku fyrir að kýla unnustu sína margsinnis á bílastæði

Íslendingur dæmdur í þriggja mánaða fangelsi í Danmörku fyrir að kýla unnustu sína margsinnis á bílastæði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gangandi fólk kemst ekki lengur eftir gangstéttum í Norðurmýri – Bílastæðavandinn mikill

Gangandi fólk kemst ekki lengur eftir gangstéttum í Norðurmýri – Bílastæðavandinn mikill
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Líkamsleifar tveggja manna í ferðatöskum vekja óhug í Bretlandi – Scotland Yard stýrir leit að hinum grunuðu

Líkamsleifar tveggja manna í ferðatöskum vekja óhug í Bretlandi – Scotland Yard stýrir leit að hinum grunuðu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hlaut lífstíðarfangelsi fyrir ráðabrugg um að nauðga og drepa eina skærustu sjónvarpsstjörnu Breta

Hlaut lífstíðarfangelsi fyrir ráðabrugg um að nauðga og drepa eina skærustu sjónvarpsstjörnu Breta