fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fréttir

Grátandi Rúmeninn með 440 þúsund á mánuði og tæpar 700 þúsund krónur á bankareikningi

Erla Dóra Magnúsdóttir
Laugardaginn 16. febrúar 2019 18:00

Grátandi Rúmeninn.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Starfsmannaleigan Menn í vinnu ehf. hefur verið harðlega gagnrýnd í fjölmiðlum undanfarið og ásökuð um þrælahald og umfangsmikla brotastarfsemi af Vinnumálastofnun, Eflingu og ASÍ.  Forsvarsmaður leigunnar segir óvægna umræðu vera að keyra fyrirtækið í þrot og vísar öllum ásökunum á bug.

Forsvarsmaður leigunnar, Halla Rut Bjarnadóttir, hafði samband við DV til að leiðrétta rangfærslur í fréttaflutningi síðustu vikna. Studdi hún mál sitt gögnum sem blaðamaður hefur nú undir höndum og tekur hér saman það  helsta. Hún sagðist jafnframt hafa boðið öðrum fjölmiðlum, Eflingu, Vinnumálastofnun og ASÍ, að  heyra sína hlið málsins en því hafi verið mætt með tómlæti.

Staða reiknings: 691.262 kr.

Fréttir Stöðvar 2

Samkvæmt forsvarsmanni starfsmannaleigunnar, Höllu Rut Bjarnadóttur, voru aðstæður Rúmenanna sýndar með villandi hætti í fréttatíma Stöðvar 2 í byrjun mánaðarins.  Sýnt var frá herbergi þar sem starfsmenn virtust búa við þröngan kost og gefið til kynna að leiguverðið væri 50 þúsund krónur á mánuði. Halla Rut segir þetta villandi. Í umræddu herbergi búi starfsmenn sem tengist fjölskylduböndum og kjósi að dvelja saman. Þeir dvelja í herberginu leigulaust og hafi ekki veitt fréttastofu og samstarfsmönnum sínum aðgang að því, samkvæmt Höllu voru því fréttamenn og viðmælendur þeirra að fremja húsbrot. Halla segir að Romeo Sarga hafi búið í stóru þriggja manna herbergi og borgað undir 20 þúsund krónum fyrir það á mánuði.

Sýnt var frá því hvar Rúmenarnir ýttu bifreið, sem sýndist vel komin til ára sinna. Þessi bifreið hefur, samkvæmt Höllu, ekkert með starfsmannaleiguna að gera. Hið rétta sé að viðmælendur fréttastofunnar hafi haft bílaleigubíl til umráða en verið gert að skila henni þegar þeir sögðu upp hjá leigunni.

Límt yfir merkingar á fatnaði

Í fréttatímanum má sjá nokkra menn í gulum vinnufötum og búið er að setja límbönd yfir merkingar á fatnaðnum. Halla Rut segir að þetta hafi verið gert þar sem vinnufatnaðurinn tilheyri nýjum vinnuveitendum mannanna, fyrirtækinu Múr og Mál. Merkingar hafi verið huldar til að ekki sæist að mennirnir væru komnir með nýja vinnu. Í fréttatímanum var meðal annars rætt við Rúmenann Romeo Sarga og á Facebook síðu hans má sjá að hann hefur skráð Múr og Mál sem núverandi vinnuveitanda.

Romeo sagði í fréttatímanum að hann gæti hvergi farið, hann ætti engan pening fyrir húsaleigu eða nauðsynjavörum. Samkvæmt skjáskoti sem hann sendi forsvarsmanni leigunnar af heimabanka sínum, skömmu fyrir umfjöllun Stöðvar 2, átti Romeo 691 þúsund krónur inn á reikningi sínum. Hann var jafnframt nýkominn aftur til Íslands eftir langt frí í Rúmeníu, samkvæmt bókun frá WOW sem DV hefur undir höndunum.

Samkvæmt Höllu keyptu þeir matinn fyrir peninga Eflingar og seldu svo öðrum.

Kjúklingur í boði Eflingar

Halla Rut segir að í kjölfar umfjöllunar stöðvar 2 hafi mennirnir fengið mikla aðstoð frá bæði ASÍ og Eflingu, bæði við matarinnkaup og öflun húsnæðis. Mennirnir hafi haldið upp á það með því að kaupa inn mikið magn af mat, aðallega kjöti, og selt það svo í kjölfarið til annarra Rúmena, bæði til þeirra sem búa í húsnæðinu í Hjallabrekku sem og í gegnum sölusíðu á netinu. Myndband af matarkaupunum var birt á Facebook síðu hjá einum manninum. Segir Halla að í myndbandinu megi heyra mennina hreykja sér af útsjónarseminni og gera grín að þeim Rúmenum sem enn voru við störf fyrir leiguna og segja að þeirra aðferðir séu mun sniðugri.

Jafnframt sagði hún að mennirnir hefðu sjálfir ákveðið að hætta fyrirvaralaust í vinnu fyrir starfsmannaleiguna, neitað að vinna uppsagnarfrest en samt krafist þess að fá að búa áfram í húsnæði leigunnar. Halla segir að þeir hafi krafist þess að fá að búa áfram í húsnæðinu og neitað að borga fyrir það leigu. Eðlilegt hljóti að vera að starfsmenn sem búi í húsnæði á vegum vinnuveitenda flytji þaðan þegar þeir ljúki störfum.

Ekkert greitt og bjuggu í 180 fermetra íbúð

Í fréttum Stöðvar 2 sagði Halldór Grönvold, aðstoðarframkvæmdastjóri ASÍ, að sumir mannanna hefðu jafnvel ekki fengið greitt mánuðum saman. Halla Rut segir þetta af og frá og segist hafa margboðið ASÍ sem og Stöð 2 að sjá staðfestingu á launagreiðslum úr heimabanka fyrirtækisins. Blaðamaður hefur fengið að sjá eitthvað af slíkum staðfestingum. Starfsmaðurinn Romeo Sargas var með 440 þúsund krónur á mánuði í laun og skiptist það í tvær greiðslur, 220 þúsund á tveggja vikna fresti. Hann hafi greitt í kringum 100 þúsund krónur í leigu frá því að hann hóf störf hjá leigunni eða að meðaltali um 20 þúsund á mánuði.  Hluta af vinnutímanum hafi hann ásamt fleirum sem komu fyrir í fréttum Stöðvar 2 búið í stórri íbúð í Krummahólum. Fær þetta stoð í myndböndum, sem einn Rúmenanna hefur deilt á Facebook síðu sinni. Í þeirri íbúð virðast þeir hafa verið með sérherbergi og ekki búið við þröngan kost.

Eldhúsið að Krummahólum þar sem Romeo Sarga bjó fyrir áramót

Sú íbúð fór í aðra útleigu á meðan þeir voru í fríi í Rúmeníu og hefðu þeir fengið hana aftur í lok febrúar hefðu þeir ekki fyrirvaralaust hlaupist úr störfum sínum.

 

Nánar verður fjallað um málið á morgun 

 

Laun Romeo voru 220 þúsund krónur hálfsmánaðarlega, það er 440 þúsund á mánuði.

 

 


Sjá einnig: 

Grátandi Rúmenar í nauðungarvinnu hér á landi: Fá ekki borgað og er hrúgað saman í ólöglegu húsnæði

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Ákærður fyrir kynferðisbrot gegn systur sinni á árunum 2003 til 2007

Ákærður fyrir kynferðisbrot gegn systur sinni á árunum 2003 til 2007
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Gosið fór yfir Grindavíkurveg í nótt – Fer 300 metra á klukkustund

Gosið fór yfir Grindavíkurveg í nótt – Fer 300 metra á klukkustund
Fréttir
Í gær

Ákærð fyrir stórfellda líkamsárás á starfsmann Vinakots

Ákærð fyrir stórfellda líkamsárás á starfsmann Vinakots
Fréttir
Í gær

Salka Sól sendir borgarstjóra væna pillu – „Þú situr bara víst við þetta samningsborð Einar!“

Salka Sól sendir borgarstjóra væna pillu – „Þú situr bara víst við þetta samningsborð Einar!“
Fréttir
Í gær

Nýju gögnin í Geirfinnsmálinu eiga að fara til Keflavíkur – „Þarna var sáð fræi sem varð að mesta réttarmorði Íslandssögunnar“

Nýju gögnin í Geirfinnsmálinu eiga að fara til Keflavíkur – „Þarna var sáð fræi sem varð að mesta réttarmorði Íslandssögunnar“
Fréttir
Í gær

Enn fækkar í Þjóðkirkjunni og fjölgar í Siðmennt

Enn fækkar í Þjóðkirkjunni og fjölgar í Siðmennt