fbpx
Mánudagur 28.apríl 2025
Fréttir

Reykingar reyndust Íslendingafélaginu í Kaupmannahöfn dýrar á þorrablóti þess

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 14. febrúar 2019 07:59

Maturinn var vonandi góður.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslendingafélagið í Kaupmannahöfn hélt nýlega þorrablót og fór það fram í sal í sama húsi og íslenska sendiráðið er til húsa á Norðurbryggju. Einn veislugesturinn réð þó ekki við sig og reykti inni á salerni. Það varð til þess að brunavarnarkerfi fór í gang. Það reyndist félaginu dýrt því það þarf að greiða fyrir útkall slökkviliðsins.

Morgunblaðið skýrir frá þessu í dag. Fram kemur að félagið þurfi að greiða helming kostnaðarins við útkallið eða 3.000 danskar krónur en það svarar til um 55.000 íslenskra króna. Stjórn hússins greiðir hinn helminginn.

Haft er eftir Sveinbjörgu Kristjánsdóttur, gjaldkera félagsins, að kerfið hafi farið í gang upp úr miðnætti og hafi þá þurft að rýma húsið. Fljótlega hafi komið í ljós að reykur inni á salerni hafi sett kerfið í gang.

„Reykingar eru bannaðar í húsinu og við vitum hver var að reykja rafrettu eða sígarettu.“

Er haft eftir henni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 dögum

Safnaði milljónum fyrir Geðhjálp á sextugsafmælinu sínu með tónleikum

Safnaði milljónum fyrir Geðhjálp á sextugsafmælinu sínu með tónleikum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Fyrrverandi bæjarstjóra Fjallabyggðar misboðið vegna auglýsinga SFS – „Þorpin töpuðu. Þorpin urðu undir“

Fyrrverandi bæjarstjóra Fjallabyggðar misboðið vegna auglýsinga SFS – „Þorpin töpuðu. Þorpin urðu undir“