fbpx
Þriðjudagur 04.mars 2025
Fréttir

Laun bankastjóra Íslandsbanka hækkuðu um tæpa milljón á mánuði í fyrra

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 14. febrúar 2019 07:58

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Laun Birnu Einarsdóttur, bankastjóra Íslandsbanka, hækkuðu um tæpa eina milljón króna á mánuði í fyrra. Árangurstengdar greiðslur eru ekki inni í þessari tölu. Mánaðarlaun hennar voru 4,03 milljónir árið 2017 en fóru í 4,97 milljónir á síðasta ári.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag og segir að þetta megi lesa úr skýringum við ársreikning Íslandsbanka sem var birtur í gærkvöldi. Segir blaðið að árslaun Birnu 2018 hafi verið 59,6 milljónir og er þá ekki tekið tillit til árangurstengdra greiðslna sem voru 3,9 milljónir. Árið á undan voru laun Birnu 48,3 milljónir og árangurstengdar greiðslur voru 9,7 milljónir.

Heildarlaun Birnu voru 63,5 milljónir á síðasta ári en inni í þeirri tölu eru árangurstengdar greiðslur frá 2014 vegna kaupaukakerfis sem var við lýði innan bankans til ársloka 2016.

Á mánudaginn greindi Íslandsbanki frá því að laun Birnu hefðu verið lækkuð um 14,1 prósent að hennar frumkvæði í nóvember og hafi þá farið niður í 4,2 milljónir króna. Var þessi ákvörðun sögð tekin í ljósi stöðunnar í íslensku atvinnulífi og yfirstandandi kjaraviðræðna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sérfræðingur segir að svona líti áætlun Pútíns út

Sérfræðingur segir að svona líti áætlun Pútíns út
Fréttir
Í gær

Prófessor segir komið að „endalokum Vesturlanda og jaðarsetningu Evrópu“

Prófessor segir komið að „endalokum Vesturlanda og jaðarsetningu Evrópu“
Fréttir
Í gær

Guðrún skjálfandi eftir sigurinn nauma

Guðrún skjálfandi eftir sigurinn nauma
Fréttir
Í gær

Anna Kristín, formaður SÍA: Ekkert íslenskt auglýsingakerfi á Tik-tok – samt góð leið til að koma skilaboðum til Íslendinga

Anna Kristín, formaður SÍA: Ekkert íslenskt auglýsingakerfi á Tik-tok – samt góð leið til að koma skilaboðum til Íslendinga
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Alcoa varar Trump við þveröfugum áhrifum verndartolla – Gætu kostað 100 þúsund amerísk störf

Alcoa varar Trump við þveröfugum áhrifum verndartolla – Gætu kostað 100 þúsund amerísk störf
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Forstjóri Byggðastofnunar svarar því hvar fólki finnst best að búa

Forstjóri Byggðastofnunar svarar því hvar fólki finnst best að búa
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nanna segir notkun gervigreindarmynda í þáttaröð RÚV viðhalda ranghugmyndum – „Löngu hætt að hafa nokkur afskipti af þáttunum þegar þetta bull kom til“

Nanna segir notkun gervigreindarmynda í þáttaröð RÚV viðhalda ranghugmyndum – „Löngu hætt að hafa nokkur afskipti af þáttunum þegar þetta bull kom til“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kyrrðar- og bænastund í Víkurkirkju – „Samfélagið er í djúpri sorg“

Kyrrðar- og bænastund í Víkurkirkju – „Samfélagið er í djúpri sorg“