fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fréttir

Laun bankastjóra Íslandsbanka hækkuðu um tæpa milljón á mánuði í fyrra

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 14. febrúar 2019 07:58

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Laun Birnu Einarsdóttur, bankastjóra Íslandsbanka, hækkuðu um tæpa eina milljón króna á mánuði í fyrra. Árangurstengdar greiðslur eru ekki inni í þessari tölu. Mánaðarlaun hennar voru 4,03 milljónir árið 2017 en fóru í 4,97 milljónir á síðasta ári.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag og segir að þetta megi lesa úr skýringum við ársreikning Íslandsbanka sem var birtur í gærkvöldi. Segir blaðið að árslaun Birnu 2018 hafi verið 59,6 milljónir og er þá ekki tekið tillit til árangurstengdra greiðslna sem voru 3,9 milljónir. Árið á undan voru laun Birnu 48,3 milljónir og árangurstengdar greiðslur voru 9,7 milljónir.

Heildarlaun Birnu voru 63,5 milljónir á síðasta ári en inni í þeirri tölu eru árangurstengdar greiðslur frá 2014 vegna kaupaukakerfis sem var við lýði innan bankans til ársloka 2016.

Á mánudaginn greindi Íslandsbanki frá því að laun Birnu hefðu verið lækkuð um 14,1 prósent að hennar frumkvæði í nóvember og hafi þá farið niður í 4,2 milljónir króna. Var þessi ákvörðun sögð tekin í ljósi stöðunnar í íslensku atvinnulífi og yfirstandandi kjaraviðræðna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Læknar tjá sig um „skelfileg skrif“ Áslaugar og saka hana um fáfræði og vanþekkingu – „Fyrst og fremst bruðl með ríkisfé“ 

Læknar tjá sig um „skelfileg skrif“ Áslaugar og saka hana um fáfræði og vanþekkingu – „Fyrst og fremst bruðl með ríkisfé“ 
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Kröfur í bú veitingastaðarins Héðins reyndust mun meiri en áður var talið

Kröfur í bú veitingastaðarins Héðins reyndust mun meiri en áður var talið
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Gosið fór yfir Grindavíkurveg í nótt – Fer 300 metra á klukkustund

Gosið fór yfir Grindavíkurveg í nótt – Fer 300 metra á klukkustund
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Er þriðja heimsstyrjöldin í uppsiglingu? Hvað segja sérfræðingar?

Er þriðja heimsstyrjöldin í uppsiglingu? Hvað segja sérfræðingar?
Fréttir
Í gær

Enn fækkar í Þjóðkirkjunni og fjölgar í Siðmennt

Enn fækkar í Þjóðkirkjunni og fjölgar í Siðmennt
Fréttir
Í gær

Reykjavíkurborg gafst upp á nágrannadeilum í Grafarholti

Reykjavíkurborg gafst upp á nágrannadeilum í Grafarholti