fbpx
Fimmtudagur 23.janúar 2025
Fréttir

Leiguverð hækkar stöðugt á höfuðborgarsvæðinu – „Nauðsynlegt að setja verðþak á húsaleigu“

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 13. febrúar 2019 07:45

Miðborgin er ekki ofarlega á óskalista margra.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íbúðalánasjóður segir að leiguverð á höfuðborgarsvæðinu hafi hækkað meira en íbúðaverð á milli áranna 2017 og 2018. Útreikningurinn byggir á þinglýstum leigu- og kaupsamningum en þeir liggja til grundvallar vísitölum sem Þjóðskrá gefur út.

Morgunblaðið skýrir frá þessu í dag. Haft er eftir Margréti Kristínu Blöndal, formanni Samtaka Leigjenda, að þetta sé í samræmi við reynslu leigjenda, leiguverðið hækki stöðugt.

„Við höfum talað fyrir því að það sé nauðsynlegt að setja verðþak á húsaleigu. Það hafa verið stjórnlausar hækkanir og þessar tölur undirstrika mikilvægi þess að komið verði böndum á leigumarkaðinn. Það þarf lög og reglur um hann.”

Er haft eftir Margréti sem sagði jafnframt að mikil þörf sé fyrir hagkvæmt leiguhúsnæði, sem dæmi um það megi nefna að um 800 manns séu á biðlista eftir íbúðum hjá Félagsbústöðum.

Leiguverð hækkaði um 8,3% á milli ára en íbúðaverð um 6,5% sem er álíka og launaþróun í landinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Sara furðar sig á því að leikskólar haldi upp á bóndadaginn – „Komið út í svo mikið bull”

Sara furðar sig á því að leikskólar haldi upp á bóndadaginn – „Komið út í svo mikið bull”
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Ekkert lát á hreinsunum hjá Sýn – Nú er Steinn Kári farinn

Ekkert lát á hreinsunum hjá Sýn – Nú er Steinn Kári farinn
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Trump náðar Ross Ulbricht – Fékk lífstíðardóm árið 2015

Trump náðar Ross Ulbricht – Fékk lífstíðardóm árið 2015
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Búseti kærir borgina: Bygg­ing­ar­leyfi gefið út löngu áður en sérupp­drætt­ir voru lagðir fram

Búseti kærir borgina: Bygg­ing­ar­leyfi gefið út löngu áður en sérupp­drætt­ir voru lagðir fram
Fréttir
Í gær

Gróf pólitísk ritskoðun vekur reiði og vangaveltur um endalok tjáningarfrelsisins – „Eitthvað hræðilegt átti sér stað á meðan við vorum í burtu“

Gróf pólitísk ritskoðun vekur reiði og vangaveltur um endalok tjáningarfrelsisins – „Eitthvað hræðilegt átti sér stað á meðan við vorum í burtu“
Fréttir
Í gær

Guðmundur segir að ósanngjörn umfjöllun RÚV um Trump geti skaðað samskipti við Bandaríkjamenn – „Þessu verður að linna“

Guðmundur segir að ósanngjörn umfjöllun RÚV um Trump geti skaðað samskipti við Bandaríkjamenn – „Þessu verður að linna“