fbpx
Mánudagur 31.mars 2025
Fréttir

Lögreglumaður hættur störfum eftir slagsmál í Færeyjum

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 12. febrúar 2019 11:44

Þórshöfn í Færeyjum. Mynd: Wikipedia

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglumaður frá Sauðárkróki sem dæmdur var í skilorðsbundið fangelsi eftir slagsmál í Færeyjum á laugardagskvöld er hættur störfum hjá lögreglunni að eigin ósk. Þetta staðfestir Stefán Vagn Stefánsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Norðurlandi vestra.

Stefán staðfestir jafnframt að atvikið hafi átt sér stað í ferð lögreglunnar á Norðurlandi vestra til Færeyja. Sá sem varð fyrir árás lögreglumannsins er ekki lögreglumaður. „Ég get í sjálfu sér lítið sagt þér þar sem þetta mál er ekki á okkar borði en maðurinn var dæmdur á laugardagskvöldið,“ segir Stefán Vagn í samtali við DV.

Lögreglumaðurinn var dæmdur í 50 daga skilorðsbundið fangelsi og þriggja ára ferðabann til Færeyja. Hann kom ásamt hópnum aftur til Íslands, nánar til tekið Akureyrar, síðdegis í gær.

Uppfært kl.12.05: Í upphafi var ranglega fullyrt að sá sem varð fyrir árásinni hafi einnig starfað sem lögreglumaður. Beðist er velvirðingar á mistökunum.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Hvetja landsmenn til að vera tilbúna fyrir neyðarástand – Þetta þarftu að eiga

Hvetja landsmenn til að vera tilbúna fyrir neyðarástand – Þetta þarftu að eiga
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Egill furðu lostinn eftir ferðalag um vegi landsins og margir taka undir – „Hvað veldur og hvað er til ráða?“

Egill furðu lostinn eftir ferðalag um vegi landsins og margir taka undir – „Hvað veldur og hvað er til ráða?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kolbrún tekur íhaldið á beinið í Mogganum – „Maður hlýt­ur að spyrja sig á hvaða leið Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn sé“

Kolbrún tekur íhaldið á beinið í Mogganum – „Maður hlýt­ur að spyrja sig á hvaða leið Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn sé“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gæði vatnsins í Hveragerði ekki viðunandi en ekki talin heilsuspillandi

Gæði vatnsins í Hveragerði ekki viðunandi en ekki talin heilsuspillandi