fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Fréttir

Mosfellsbær styður kukl: Borgaði fyrir að auglýsa transheilun, stjörnuheilun, reiki, miðlun og tarotspilum

Kristinn H. Guðnason
Þriðjudaginn 12. febrúar 2019 17:30

Lágafellslaug Hómópatíuskyndihjálparsett til sölu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kærleiksvikan verður haldin í Mosfellsbæ vikuna 11.–17. febrúar. Hátíðin er haldin árlega á þessum tíma, um sama leyti og bæði Valentínusardagurinn og konudagurinn ber upp. Ýmsar uppákomur hafa verið á hátíðinni, til dæmis þegar gerð var tilraun til að setja heimsmet í hópknúsi, að skrásetjurum Heimsmetabókar Guinness viðstöddum. Aðkoma Kærleikssetursins að hátíðinni hefur hins vegar valdið forundran og reiði hjá mörgum. Einnig það að svokallað hómópatíu-skyndihjálparsett hafi verið selt í Lágafellslaug í Mosfellsbæ.

Heilunarguðsþjónusta og spákaffi

Í dagskrá Kærleiksvikunnar verður meðal annars heilunarguðsþjónusta í Lágafellskirkju. Þar mun séra Arndís Bernharðsdóttir og græðarar sjá um söng, bæn, handayfirlagningu og smurningu. Einnig verður spákaffi í Mosfellsbakaríi þar sem hægt verður að kaupa fimmtán mínútna spá. Á vef Kærleikssetursins sést að aðrir viðburðir verða í boði þá um helgina. Meðal annars heilun og talna- og stjörnuspeki.

Kærleikssetrið er fyrirtæki sem býður upp á námskeið, einkatíma, skyggnilýsingu, fyrirbænir, vörur og fleira sem tengist heilun eða óhefðbundinni „uppbyggingu sálar og líkama.“ Hjá fyrirtækinu starfa starfsmenn sem sérhæfa sig meðal annars í transheilun, stjörnuheilun, reiki, miðlun og tarotspilum.

Mistök samkvæmt bænum

Arnar Jónsson, forstöðumaður þjónustu og samskiptadeildar Mosfellsbæjar, segir að um misskilning hafi verið að ræða milli bæjarins og þeirra sem skipuleggja hátíðina sjálfa. Kærleikssetrið hafi ekki átt að vera auglýst þar. „Þetta hefur verið talið saklausara af skipuleggjendunum, en ég met það,“ segir hann. Muni bærinn í kjölfarið breyta auglýsingunni á heimasíðu sveitarfélagsins. Fjárveitingar til Kærleiksvikunnar af hálfu bæjarins hafa verið litlar, og engar til Kærleikssetursins.

„Við höfum greitt götu hátíðarinnar með því að setja fréttir inn á vef bæjarins og kynnt þetta hjá stofnunum okkar. Framlag Mosfellsbæjar hefur verið að greiða kostnað vegna auglýsingar á auglýsingaskilti við aðkomu að bænum. Kostnaður við það nemur um 60 þús.kr. og felst í vinnu við uppsetningu á segldúk þar sem segir Kærleiksvikan.“

Skoðuðuð þið ekki hvað þið voruð að setja inn á vefinn?

„Okkar aðkoma er eingöngu að þessum viðburðum sem auglýstir eru á okkar vef en ekki Kærleikssetursins. Það er reyndar talað um þetta spákaffi, en það er meira til gamans gert.“

Hómópatíuskyndihjálparsett

Kærleiksvikan er ekki eina dæmið um gervivísindi í boði Mosfellsbæjar. Í Lágafellslaug var nýverið selt hómópatíuskyndihjálparsett á litlar 4.200 krónur. Hómópatía, eða smáskammtalækningar, hafa verið til í meira en tvö hundruð ár, en ekki hefur verið sýnt fram á að þær skili neinum beinum árangri, nema sem lyfleysa. Hómópatía er því almennt talin vera gervivísindi og henni gjarnan beitt á fólk á viðkvæmum stað í lífinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Ökukennari segir illa komið fram við eldri ökumenn: „Að mínu mati al­gjör­lega út í hött“

Ökukennari segir illa komið fram við eldri ökumenn: „Að mínu mati al­gjör­lega út í hött“
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Dagur kveður borgarstjórn eftir nær aldarfjórðung – „Ég elska Reykjavík“

Dagur kveður borgarstjórn eftir nær aldarfjórðung – „Ég elska Reykjavík“
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Illugi ómyrkur í máli – „Þetta var Hitlers-kveðja og ekkert annað“

Illugi ómyrkur í máli – „Þetta var Hitlers-kveðja og ekkert annað“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Guðmundur segir að ósanngjörn umfjöllun RÚV um Trump geti skaðað samskipti við Bandaríkjamenn – „Þessu verður að linna“

Guðmundur segir að ósanngjörn umfjöllun RÚV um Trump geti skaðað samskipti við Bandaríkjamenn – „Þessu verður að linna“
Fréttir
Í gær

Kæru vegna sjókvíaeldis í Seyðisfirði vísað frá

Kæru vegna sjókvíaeldis í Seyðisfirði vísað frá
Fréttir
Í gær

Höggvinn með exi á A. Hansen – Svaraði fyrir sig með hnefunum 20 árum síðar á Castello

Höggvinn með exi á A. Hansen – Svaraði fyrir sig með hnefunum 20 árum síðar á Castello
Fréttir
Í gær

Maður á sextugsaldri misþyrmdi lögreglumanni í Þarabakka

Maður á sextugsaldri misþyrmdi lögreglumanni í Þarabakka
Fréttir
Í gær

Guðmunda þekkir það vel að vera aftast í röðinni og gleymast – „Ég lifi það ekki af að bíða svo lengi, henni varð á að hlæja“

Guðmunda þekkir það vel að vera aftast í röðinni og gleymast – „Ég lifi það ekki af að bíða svo lengi, henni varð á að hlæja“
Fréttir
Í gær

Dóri DNA segist með Mosfellsbæ á heilanum – „Þarna er hugsað stórt og ég elska þegar það er hugsað stórt“

Dóri DNA segist með Mosfellsbæ á heilanum – „Þarna er hugsað stórt og ég elska þegar það er hugsað stórt“