fbpx
Mánudagur 31.mars 2025
Fréttir

Íslenskur maður horfinn í Dublin

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 11. febrúar 2019 20:26

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenskur maður, Jón Þröstur Jónsson, hvarf í Dublin um helgina og hefur írska lögreglan látið lýsa eftir honum í fjölmiðlum. Jón er 41 árs gamall.

Í frétt írska miðilsins The Journal er sagt að síðast hafi sést til Jóns í úthverfinu Whitehall í Dublin seint á laugardagsmorgun. Jón Þröstur er 184 cm á hæð, meðalmaður vexti og með stutt brúnt hár. Hann var klæddur í svartan jakka síðast þegar sást til hans.

Unnusta Jóns Þrastar var með honum í Dublin og gekk hann út af hótelinu símalaus þar sem þau gistu á laugardagsmorguninn. Aðstandendur Jóns Þrastar halda til Dublin á þriðudagsmorgun vegna málsins.

Málið þykir hið dularfyllsta og ónefndur vinur Jóns Þrastar sagði við DV: „Þetta er bara venjulegur strákur, ekki í neinu rugli.“

Fram kemur á vef RÚV að Sveinn H. Guðmarsson, upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins, staðfesti að málið sé komið inn á borð borgaraþjónustunnar.

 

Sjá nánar frétt írska miðilsins

Tilkynning írsku lögreglunnar um málið

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Tjáir sig um heilsufar Pútíns – „Hann deyr fljótlega“

Tjáir sig um heilsufar Pútíns – „Hann deyr fljótlega“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Lærir íslensku með aðstoð gervigreindar

Lærir íslensku með aðstoð gervigreindar
Fréttir
Í gær

Hátt í 30 manns bjargað af Eyjafjallajökli

Hátt í 30 manns bjargað af Eyjafjallajökli
Fréttir
Í gær

5 gista fangageymslur eftir nóttina

5 gista fangageymslur eftir nóttina
Fréttir
Fyrir 2 dögum

RÚV gefur út leiðréttingu vegna umfjöllunar Spegilsins um mál Ásthildar Lóu – „Fréttastofa RÚV harmar þessi mistök“

RÚV gefur út leiðréttingu vegna umfjöllunar Spegilsins um mál Ásthildar Lóu – „Fréttastofa RÚV harmar þessi mistök“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir að öll athygli verði á sér á stóru stundinni – ,,Þeir verða undir minni pressu“

Segir að öll athygli verði á sér á stóru stundinni – ,,Þeir verða undir minni pressu“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

„Næstu dagar voru hræðilegir vegna fráhvarfseinkenna“

„Næstu dagar voru hræðilegir vegna fráhvarfseinkenna“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Íslenskir og breskir skipstjórar hittust í fyrsta sinn síðan í þorskastríðunum – Notuðu kartöflur sem vopn

Íslenskir og breskir skipstjórar hittust í fyrsta sinn síðan í þorskastríðunum – Notuðu kartöflur sem vopn