fbpx
Laugardagur 28.desember 2024
Fréttir

Icelandair leggst gegn breytingum á klukkunni – Getur raskað rekstrarlíkani félagsins

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 11. febrúar 2019 08:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Umræða um hvort breyta eigi staðartíma hér á landi stendur nú yfir og eru margar skoðanir uppi um hvort breyta eigi staðartímanum. Það leggst illa í Icelandair að staðartímanum verði breytt. Bogi Nils Bogason, forstjóri fyrirtækisins, segir að ef klukkan verði færð fram um eina klukkustund til samræmis við legu landsins geti það haft verulega neikvæð áhrif á flugstarfsemi hér á landi.

Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag. Haft er eftir Boga Nils að breyting á klukkunni breyti í grunnatriðum rekstrarlíkani Icelandair og um leið stöðu Íslands sem mikilvægrar tengistöðvar í flugi yfir Norður-Atlantshaf. Af þessum sökum leggist félagið eindregið gegn þessum breytingum.

Haft er eftir Boga að lýðheilsusjónarmiðin að baki tillagna um klukkubreytingu séu skiljanleg en skoðanir virðist vera skiptar meðal fagfólks um þetta mál.

Hann segir að á stórum flugvöllum í borgum á borð við Lundúni, New York og Amsterdam sé enginn sveigjanleiki mögulegur á lendingar- og afgreiðslutímum flugvéla. Vellirnir séu umsetnir og ekki mögulegt að breyta umsömdum tímum.

Leiðakerfi Icelandair byggist upp á að vélar félagsins koma til Keflavíkur frá Norður-Ameríku um klukkan sex að morgni. Um 90 mínútum síðar halda þær síðan áfram til áfangastaða í Evrópu. Þær lenda aftur í Keflavík síðdegis og fara þá fljótlega til Norður-Ameríu á nýjan leik.

Afgreiðslutímar Icelandair á áfangastöðum félagsins eru miðaðir við þetta í krafti hefðarréttar en félagið hefur flogið til sumra þessara áfangastaða áratugum saman.

„Ef klukkan yrði færð fram um eina klukkustund þyrftum við að færa brottfarartíma okkar aftur sem því nemur til að missa ekki afgreiðslutíma okkar. Núna eru fyrstu vélar okkar á morgnana að fara til Evrópu fljótlega upp úr klukkan sjö og ég er ekkert viss um að viðskiptavinir okkar vilji vera fyrr á ferðinni.“

Er haft eftir Boga sem bendir einnig að á kjarasamningar við flugáhafnir miðist við þessa uppsetningu leiðakerfisins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Tilkynnti Hákoni óvænt að hann þyrfti að segja upp störfum – „Honum var refsað fyrir að taka of stór skref“

Tilkynnti Hákoni óvænt að hann þyrfti að segja upp störfum – „Honum var refsað fyrir að taka of stór skref“
Fréttir
Í gær

Svona verður veðrið um áramótin – Eins gott að klæða sig vel

Svona verður veðrið um áramótin – Eins gott að klæða sig vel
Fréttir
Í gær

Segir Rússland á barmi efnahagshruns – „Skortir allt!“

Segir Rússland á barmi efnahagshruns – „Skortir allt!“
Fréttir
Í gær

Steingrímur rifjar upp örlagaríka för á hamfarasvæði – „Og ekkert varð aftur eins“

Steingrímur rifjar upp örlagaríka för á hamfarasvæði – „Og ekkert varð aftur eins“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tókst að koma bát aftur að bryggju í hvassviðrinu

Tókst að koma bát aftur að bryggju í hvassviðrinu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Trump fór mikinn og boðar landvinninga Bandaríkjanna

Trump fór mikinn og boðar landvinninga Bandaríkjanna
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Inga segir eiganda Lumex ljúga – Ítrekað hindrað aðgengi fatlaðra og rifið kjaft

Inga segir eiganda Lumex ljúga – Ítrekað hindrað aðgengi fatlaðra og rifið kjaft
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Listinn lengist – Þessir háttsettu Rússar hafa verið myrtir í Rússlandi

Listinn lengist – Þessir háttsettu Rússar hafa verið myrtir í Rússlandi