fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Fréttir

Dularfullar skipaferðir í íslenskri lögsögu – Landhelgisgæslan getulaus til að takast á við slík mál

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 11. febrúar 2019 07:57

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þess eru dæmi að óþekkt skip athafni sig í íslenskri lögsögu án þess að Landhelgisgæslan (LGH) viti af því eða geti aðhafst. LHG getur ekki starfað samkvæmt lögum né sinnt alþjóðlegum skuldbindingum. Þetta vita þeir sem hafa áhuga á að vita.

Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag. Þar segir að þessar upplýsingar komi fram í skýrslu um LHG sem lögð hefur verið fyrir þjóðaröryggisráð.

„Landhelgisgæslan hefur undanfarið fundið fyrir takmarkaðri eftirlitsgetu á íslenskum hafsvæðum. Atvik hafa reglulega átt sér stað sem hefði mátt afstýra eða í það minnsta hefðu krafist nánari skoðunar.“

Segir í skýrslunni að sögn Fréttablaðsins. Þar kemur fram að þjóðaröryggisráð hafi fundað fimm sinnum undanfarið og hafi meðal annars rætt málefni LHG. Skýrslan sýni að LHG hafi hvorki mannskap né tæki til að takast á við það erfiða verkefni sem er að sinna vörnum landsins.

„Þetta hefur öllum verið ljóst sem vilja vita. Landhelgisgæslan vill starfa í samræmi við lög. Við vonum bara að þjóðaröryggisráð fari vandlega yfir skýrsluna og framkvæmi í samræmi við innihald hennar.”

Er haft eftir Auðuni Kristinssyni, verkefnastjóra hjá aðgerðarsviði LHG.

Sem dæmi er tekið að í lok október sýndu gervitunglamyndir að tíu óþekkt endurvörp voru suðaustur af landinu á myndsvæði sem er um einn fimmti af íslensku efnahagslögsögunni. Miðað við upplausn myndanna var hægt að staðfesta að tvö þessara endurvarpa voru skip og miklar líkur voru á að hin átta væru einnig skip. Þessi skip voru ekki sjáanleg í ferilvöktun og því er ekkert vitað hvað þau voru að gera í íslensku efnahagslögsögunni. Ekki var hægt að senda TF-SIF til að kanna málið því flugvélin var í verkefnum erlendis.

Í skýrslunni eru tekin til þrjú atriði sem þarf að lagfæra til að LHG geti staðið undir skuldbindingum sínum. TF-SIF þarf að vera á landinu allt árið en vélin hefur verið leigð út vegna fjárskorts LHG. Þá þarf að bæta við einni áhöfn á flugvélina. Þá þarf að bæta við tveimur þyrluáhöfnum að því er segir í skýrslunni svo tvær þyrlur séu alltaf til taks. Þriðja atriðið er að uppfæra þurfi varðskipið Ægi eða hefja smíði á nýju varðskipi til að tryggt sé að hægt sé að halda tveimur varðskipum á sjó hverju sinni. Auk þess þurfi að bæta við áhöfnum á varðskipin.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Sara furðar sig á því að leikskólar haldi upp á bóndadaginn – „Komið út í svo mikið bull”

Sara furðar sig á því að leikskólar haldi upp á bóndadaginn – „Komið út í svo mikið bull”
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Ekkert lát á hreinsunum hjá Sýn – Nú er Steinn Kári farinn

Ekkert lát á hreinsunum hjá Sýn – Nú er Steinn Kári farinn
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Trump náðar Ross Ulbricht – Fékk lífstíðardóm árið 2015

Trump náðar Ross Ulbricht – Fékk lífstíðardóm árið 2015
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Búseti kærir borgina: Bygg­ing­ar­leyfi gefið út löngu áður en sérupp­drætt­ir voru lagðir fram

Búseti kærir borgina: Bygg­ing­ar­leyfi gefið út löngu áður en sérupp­drætt­ir voru lagðir fram
Fréttir
Í gær

Gróf pólitísk ritskoðun vekur reiði og vangaveltur um endalok tjáningarfrelsisins – „Eitthvað hræðilegt átti sér stað á meðan við vorum í burtu“

Gróf pólitísk ritskoðun vekur reiði og vangaveltur um endalok tjáningarfrelsisins – „Eitthvað hræðilegt átti sér stað á meðan við vorum í burtu“
Fréttir
Í gær

Guðmundur segir að ósanngjörn umfjöllun RÚV um Trump geti skaðað samskipti við Bandaríkjamenn – „Þessu verður að linna“

Guðmundur segir að ósanngjörn umfjöllun RÚV um Trump geti skaðað samskipti við Bandaríkjamenn – „Þessu verður að linna“