fbpx
Miðvikudagur 13.nóvember 2024
Fréttir

Ný lausn í velferðartækni tekin í notkun

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 6. desember 2019 17:28

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ný lausn í velferðartækni var tekin í notkun í fyrsta skipti hér á landi í gær í þjónustuíbúðum á Norðurbrún 1 í Reykjavík. Um er að ræða búnaðinn Assistep eða stigahjálpin sem er sérstakt stigahandrið ásamt handfangi til að aðstoða fólk við að ganga upp eða niður stiga með öruggum hætti.

Mikil ánægja var meðal heimilisfólks á Norðurbrún 1, en Þar eru 60 þjónustuíbúðir á vegum Reykjavíkurborgar, með búnaðinn þegar hann var tekinn í notkun í gær og fólk prófaði hann með bros á vör. ,,Þetta er allt annað líf að hafa svona stuðning þegar maður er að ganga upp og niður stiga. Maður á orðið erfitt með gang og þessi búnaður veitir mjög mikið öryggi og stuðning í stiganum,“ segir Hreiðar Ólafur Guðjónsson, íbúi í húsinu.

Bragi Kristinsson, íbúi á Norðurbrún 1, prófar stigahjálpina undir handleiðslu Stefáns E. Hafsteinssonar hjá Öryggismiðstöðinni.

,,Við höfum verið að skoða þennan búnað í talsverðan tíma og það er ánægjulegt að nú er hann kominn upp hér á Norðurbrún 1 til prófunar. Við fengum vel þegna aðstoð frá Snjallborginni til að fjármagna þessa velferðatæknilausn sem hefur fengið mjög góðar viðtökur hjá íbúum þjónustuíbúðanna hér í dag og öðrum sem hafa prófað,“ segir Arnar Guðmundur Ólason, verkefnastjóri Velferðartæknismiðju Reykjavíkur.

Hann segir að Reykjavíkurborg styðji þverfaglegt samstarf og í framhaldi af uppsetningu þessa búnaðar verði slíkt verkefni sett af stað þar sem ákveðnir íbúar munu taka þátt í mælingum tengt líkamlegu, andlegu og félagslegu heilbrigði næstu 12 vikur til að fylgjast betur með hvaða ávinning AssiStep hefur.

,,Aldurssamsetning þjóðarinnar er að breytast og á næstu áratugum mun hlutfall eldri borgara stóraukast. Slíkar samfélagsbreytingar ásamt tæknilegri framþróun mun kalla á breyttar nálganir og áherslur í þjónustu. Við stöndum nágrannaþjóðum okkar aðeins að baki í þessari þróun og því er alltaf áhugavert og forvitnilegt þegar nýjar lausnir eru kynntar til leiks. Þetta er ein af þeim lausnum sem nágrannaþjóðir okkar hafa þegar innleitt til að bæta lífsgæði og mæta þörfum stækkandi hóps eldri borgara,“ segir Arnar ennfremur.

,,Það var verulega ánægjulegt að sjá viðbrögð fólks þegar það prófaði stigahjálpina í fyrsta skipti. Stigahjálpin er einföld og margverðlaunuð lausn styður þá sem þurfa aðstæðna eða heilsu sinnar vegna aukinn stuðning við að komast milli hæða á eigin heimili. Hún hefur víðtæk áhrif á iðju, hreyfanleika og sjálfstæði og gerir fólki kleift að búa lengur í eigin húsnæði.“ segir Stefán E. Hafsteinsson, iðjuþjálfi og viðskiptastjóri fyrir velferðartækni hjá Öryggismiðstöðinni. Um er að ræða samstarfsverkefni Velferðartæknismiðju Reykjavíkurborgar, Snjallborgarinnar, Heilsugæslunnar í Glæsibæ, Endurhæfingar í heimahús og Öryggismiðstöðvarinnar sem er umboðsaðili Assistep á Íslandi og setur búnaðinn upp.

Assistep stigahjálpin er þróuð og framleidd í Þrándheimi í Noregi og hefur unnið til fjölda verðlauna á síðastliðnum árum. Assistep byrjaði í raun sem skólaverkefni hjá nokkrum nemendum sem í framhaldi stofnuðu fyrirtækið Assitech. Þetta er í fyrsta skipti sem Assistep lausnin er sett upp hér á landi en hún er mikið notuð á öllum Norðurlöndunum og flestum Evrópulöndum og hefur reynst mjög vel þar að sögn Ingrid Lonar, meðeiganda og stjórnanda hjá Assitech, sem kom til Íslands til að aðstoða og þjálfa upp tæknimenn hjá Öryggismiðstöðinni við uppsetningu á Assistep.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

FA ósátt við reglugerð Willums – Sígarettur fara í kúkabrúnar umbúðir

FA ósátt við reglugerð Willums – Sígarettur fara í kúkabrúnar umbúðir
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Skeljagrandabróðir sakfelldur fyrir fólskulega árás

Skeljagrandabróðir sakfelldur fyrir fólskulega árás
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Birtir dæmi úr kommentakerfinu og spyr hvað þurfi til að fólk fatti spillinguna

Birtir dæmi úr kommentakerfinu og spyr hvað þurfi til að fólk fatti spillinguna
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Spyr hvort „Barna­verndarpáfinn“ sé hafður í felum – „Meðan kjallarinn morknar verður íburðurinn alltaf meiri í risinu“

Spyr hvort „Barna­verndarpáfinn“ sé hafður í felum – „Meðan kjallarinn morknar verður íburðurinn alltaf meiri í risinu“
Fréttir
Í gær

Sakar Carbfix um að gaslýsa almenning – „Þar erum við meðal annars að tala um blásýru“

Sakar Carbfix um að gaslýsa almenning – „Þar erum við meðal annars að tala um blásýru“
Fréttir
Í gær

Heimildin birtir fréttina sem byggist á leyniupptökunum: „Við getum aldrei talað um að hann sé að gera það fyrir vin sinn“

Heimildin birtir fréttina sem byggist á leyniupptökunum: „Við getum aldrei talað um að hann sé að gera það fyrir vin sinn“