fbpx
Laugardagur 28.desember 2024
Fréttir

Annáll – Janúar – Blakkát, barnaníð og glápararnir: „Ég týndi fötunum mínum þessa nótt“

Ritstjórn DV
Laugardaginn 28. desember 2019 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þetta er svo shitty“

Mest lesna frétt dv.is í janúar, og jafnframt ein mest lesna frétt ársins, snerist um umkvartanir áhrifavaldsins og athafnakonunnar Manuelu Óskar Harðardóttur. Manuela byrjaði árið með hvelli og sagði fylgjendum sínum til syndanna fyrir að glápa á myndir af henni og „læka“ ekki. „Þetta er svo shitty,“ sagði Manuela í „story“ á Instagram og hélt áfram. „Ef ég fylgi þér þá mun ég læka myndirnar þínar! Fylgjendur ættu ekki að vera bara fylgjendur heldur stuðningsmenn. Þegar ég horfi á „pages insight“ þá stemma ekki tölurnar,“ sagði hún. Manuela hefur ekki borið upp þessa kvörtun aftur.

Manuela Ósk Harðardóttir
Manuela Ósk.

Gunnar Smári og „bótaþegarnir“

Sósíalistaforinginn Gunnar Smári Egilsson er óhræddur við að blanda sér í þjóðfélagsumræðuna. Frétt um lista hans yfir ríkustu „bótaþegana“ fór á flug um miðbik janúar og espaði upp reiði einhverra. Á þeim lista var að finna tekjuhæstu 330 Íslendingana og miðaði Gunnar Smári skatta þessara einstaklinga við þá sem skatta sem þeir hefðu þurft að greiða í Danmörku. „Til að sjá hvernig bylting hinna ríku hefur leikið ríkisreksturinn ættum við að gera kröfu um að fá blaðsíður fremst í fjárlögin, sem sýna styrki til auðugasta fólksins. Til dæmis með því að bera skattheimtuna hér við skattheimtu landa, sem gengu ekki jafn langt inn blindgötu nýfrjálshyggjunnar,“ sagði Gunnar Smári en bætti við þeim fyrirvara að á listann vantaði margt auðugt fólk því fólkið á listanum ætti það sameiginlegt að vera með há laun, hafa greitt sér mikinn arð eða selt eignir. Meðal þeirra sem vermdu sæti listans voru Guðmundur Kristjánsson í Brimi, Samherjinn Þorsteinn Már Baldvinsson og athafnamaðurinn Róbert Wessman.

Gunnar Smári Egilsson

Harmleikur

Harmleikurinn á Litla-Hrauni er fanginn Þorleifur Haraldsson, eða Leifi, svipti sig lífi skók samfélagið í byrjun árs. Leifi var 44 ára gamall þegar hann lést og lætur eftir sig eina dóttur. Heimildarmaður DV sagði kerfið hafa brugðist Leifa því fangelsið hefði ekki verið staður fyrir hann, en Leifi sati nni fyrir ítrekuð brot á umferðarlögum undir áhrifum vímuefna. „Hann átti ekki að vera í fangelsi heldur í einhverju meðferðarúrræði. Það er skömm að því að slík úrræði séu ekki til hér á landi,“ sagði heimildarmaður. Leifi var þriðji fanginn sem féll fyrir eigin hendi innan veggja íslenskra fangelsa á tveimur árum.

Þorleifur Haraldsson.

Dæmdur

Mál Ólafs Williams Hand, fyrrverandi markaðsstjóra Eimskipa, kom upp á yfirborðið í janúar en um miðjan desember var hann fundinn sekur um alvarlegt ofbeldi gegn barnsmóður sinni. Ólafur var ákærður fyrir að hafa tekið barnsmóður sína hálstaki og þrengt ítrekað að hálsi hennar, hrint henni þannig að hún féll í gólfið, rifið í hár hennar og ýtt henni utan í vegg. Í kjölfarið missti Ólafur vinnuna hjá Eimskipum. Ólafur hefur haldið sakleysi sínu fram statt og stöðugt og sakað barnsmóðurina um umgengnistálmun, meðal annars í viðtali við Stöð 2 í febrúar árið 2017. Ólafur hefur áfrýjað úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur til Landsréttar.

Ólafur Hand.

Barnaníð og ofbeldi

Ásakanir í garð Jóns Baldvins Hannibalssonar, fyrrverandi ráðherra og sendiherra, um barnaníð og kynferðislegt áreiti náðu hámarki í janúar. Fjöldi kvenna gekk í #metoo-hóp á Facebook sem sneri að Jóni Baldvini og margar konur stigu fram og lýsti meintu ofbeldi hans. Svipaðar ásakanir á hendur Jóni komu fram fyrir fjölmörgum árum og sem fyrr var það dóttir Jóns, Aldís Schram, sem var mest áberandi kvennanna. Aldís hefur haldið því fram að faðir hennar hafi misnotað hana barnunga. Jón hefur staðfastlega haldið fram sakleysi sínu.

Aldís Schram og Jón Baldvin Hannibalsson.

Korter í Downs

Venja er að skiptar skoðanir um áramótaskaupið gefi tóninn fyrir árið. Það var hins vegar annar þáttur sem olli enn meiri usla en skaupið og það var Ófærð úr smiðju Baltasars Kormáks. Í einum þætti, sem sýndur var um miðjan janúar, vakti þessi textabútur reiði: „Ég skil þetta með Skúla, hann er svona korter í Downs en ég hélt í alvöru talað, það verða að vera allavega tvær fokkin heilasellur í hausnum á þér!“ Foreldrar og ættingjar fólks með Downs stigu fram og lýstu vandlætingu sinni á þessu orðfæri og svo fór að lokum að handritshöfundurinn Sigurjón Kjartansson baðst afsökunar.

Ófærð.

Hríslur á 140 milljónir

Svo voru það blessuð pálmatrén sem borgarmeirihlutinn ákvað að gróðursetja í Vogabyggð, austan við Sæbraut. Pálmatrén eiga að vera í upphituðum glerhjúpi en kostnaðurinn við hríslurnar tvær reiknuðust vera 140 milljónir. Það er skemmst frá því að segja að hugmyndin vakti ekki lukku meðal borgarbúa og lét minnihlutinn mikið í sér heyra. En hvar eru trén?

Pálmatré í Vogahverfi.

Minnisleysið

Eitt magnaðasta viðtal ársins var á Hringbraut í lok janúar. Gunnar Bragi Sveinsson, þing- og Klaustursmaður, hélt því þar fram að hann myndi ekkert frá örlagaríka kvöldinu á Klaustri bar og að hann hefði farið í „blakkát“ í 36 klukkutíma. „Ég ekki veit hvað ég gerði, ég þurfti að hlusta á upptökurnar. Ég týndi fötunum mínum þessa nótt. Það er algjört „blakkát,“ algjört minnisleysi,“ sagði Gunnar Bragi. Síðar sýndi DV fram á, með vísan í upptöku af viðtali DV við Gunnar Braga, að hann mundi eftir kvöldinu, upp á hár. Þórarinn Tyrfingsson, fyrrverandi formaður SÁÁ og yfirlæknir á Vogi, sagði mögulegt að fara í 36 klukkutíma óminni.

Gunnar Bragi Sveinsson.

Endalok snapparanna

Sólrún Diego tikynnti það með pomp og prakt að hún væri hætt á Snapchat. Vinkona hennar, Camilla Rut, fylgdi í fótspor hennar. Þetta markaði endalok gríðarlegra vinsælda Snapchat meðal áhrifavalda og Instagram tók við sem nýr auglýsingamiðill þess góða fólks.

Sólrún Diego
Sólrún Diego.

Þú ert nóg

Það ætlaði allt um koll að keyra þegar fyrirlesarinn Alda Karen Hjaltalín mætti í Kastljós um miðjan janúar. Þar gagnrýndi Hafrún Kristjánsdóttir sálfræðingur málflutning Öldu Karenar, möntru hennar í rauninni, um að „þú ert nóg“. Þessi mantra átti að vera allra meina bót, jafnvel virka gegn kvíða og sjálfsvígshugsunum. „Í fyrsta lagi, það er ekki lausn við sjálfsvígsvanda að segja „ég er nóg“ eins og Alda Karen hélt fram. Því fer fjarri,“ sagði Hafrún, en umræðan spratt í kringum fyrirlestra sem Alda Karen hélt í Hörpu. Margir í þjóðfélaginu höfðu Öldu Karen að háð og spotti fyrir furðuleg ráð og töldu hana gera lítið úr sjálfsvígum. Alda Karen stóð storminn af sér, en lítið hefur heyrst til hennar síðan.

Alda Karen Hjaltalín.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Steingrímur rifjar upp örlagaríka för á hamfarasvæði – „Og ekkert varð aftur eins“

Steingrímur rifjar upp örlagaríka för á hamfarasvæði – „Og ekkert varð aftur eins“
Fréttir
Í gær

Þyrla kölluð til vegna áreksturs í Öræfum – Tveir með áverka

Þyrla kölluð til vegna áreksturs í Öræfum – Tveir með áverka
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Listinn lengist – Þessir háttsettu Rússar hafa verið myrtir í Rússlandi

Listinn lengist – Þessir háttsettu Rússar hafa verið myrtir í Rússlandi
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Sýknaður af ákæru um heimilisofbeldi – Brotið þótti ekki nógu alvarlegt

Sýknaður af ákæru um heimilisofbeldi – Brotið þótti ekki nógu alvarlegt