fbpx
Laugardagur 28.desember 2024
Fréttir

Annáll – Febrúar – Íslendingur hvarf í Dublin og kílómetraskandall

Ritstjórn DV
Laugardaginn 28. desember 2019 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Grátandi Rúmeninn

Fréttin um grátandi Rúmenann Romeo Sarga vakti mikla athygli en hún kom í kjölfar alvarlegra ásakana Eflingar í garð starfsmannaleigunnar Menn í vinnu. Voru Menn í vinnu til að mynda sakaðir um þrælahald og umfangsmikla brotastarfsemi af Vinnumálastofnun, Eflingu og ASÍ. Í frétt DV leiðrétti Halla Rut Bjarnadóttir, forsvarsmaður starfsmannaleigunnar, ýmsar rangfærslur og fullyrti að Rúmenar, sem báru sig illa í fréttum Stöðvar 2, hefðu það fínt og ættu nóg af seðlum. Menn í vinnu ehf. fór í þrot en nýtt félag var stofnað um reksturinn, Seigla ehf. Enn er fjallað um mál starfsmannaleigunnar innan veggja dómstóla og rúmensk yfirvöld hafa blandað sér í málið.

Grátandi Rúmeninn.

Hræðilegar augabrúnir

Önnur vinsæl frétt á DV leit dagsins ljós í lok febrúar og fjallaði um „hræðilegar“ augabrúnir íslenskra kvenna. Umfjöllunin var myndskreytt með því sem greinarhöfundur kallaði „slæm augabrúna tímabil.“ Greinin vakti umtal og fékk á sig gagnrýni, en náði einnig að skemmta ýmsum, enda eigum við öll okkar tískuslys.

Augabrúnirnar.

Dularfullt mál

Þjóðin varð harmi slegin þann 11. febrúar þegar að fréttir bárust af því að íslenskur maður, Jón Þröstur Jónsson, hefði horfið nánast sporlaust í Dublin, höfuðborg Írlands. Jón Þröstur er enn ófundinn og er málið hið dularfyllsta. Að sögn unnustu hans gekk hann símalaus út af hóteli þeirra að morgni og sneri aldrei til baka. Hvarf Jóns Þrastar hefur valdið deilum innan fjölskyldu hans og lögreglan hefur litlar sem engar vísbendingar fengið um hvarfið.

Lýst eftir Jóni Þresti.

Stálu senunni

Óskarsverðlaunahátíðin fór fram í febrúar, venju samkvæmt, en það voru tvær heimsfrægar manneskjur sem stálu þar senunni; leikarinn Bradley Cooper og söngkonan Lady Gaga, stjörnur kvikmyndarinnar A Star is Born. Þótti neista á milli þeirra og háværar sögusagnir voru uppi þess efnis að þau væru par í raunveruleikanum. Það reyndist ekki raunin og hafa Lafðin og Bradley lýst vinasambandi sínu sem traustu og einlægu – platónsk ást í sinni hreinustu mynd.

Þvílík innlifun á Óskarnum.

Lagastuldur?

Undankeppni Söngvakeppninnar hófst í febrúar. Hljómsveitin Hatari þótti sigurstranglegust þótt margir viðruðu óánægju sína með sveitina og lagið. Þá voru einhverjir, þar á meðal Páll Óskar, ósáttir við að Ísland sendi fulltrúa til Ísrael, í skugga stríðs við Palestínu. Sá flytjandi sem þótti veita Hatara hvað mesta samkeppni var Friðrik Ómar Hjörleifsson með lagið Hvað ef ég get ekki elskað? Því varð uppi fótur og fit þegar erlendir Eurovision-spekingar sökuðu Friðrik Ómar um að hafa stolið lagi Rihönnu, Love on the Brain. Friðrik Ómar gaf lítið fyrir þessar ásakanir en svo fór að hann háði einvígi við Hatara í úrslitum Söngvakeppninnar og laut í lægra haldi.

Friðrik Ómar og Rihanna.

Ketó-klofið

Það má með sanni segja að ketó-mataræðið hafi tröllriðið landanum á árinu 2019. Margar fréttir um ketó hafa verið skrifaðar á DV en sú mest lesna er sú sem fjallaði um ketó-klofið – hræðilega lykt er leggur úr leggöngum og frá nærliggjandi svæði. Engar vísindalegar rannsóknir hafa sýnt fram á þetta, en ketó-mataræðið svo sem ekki gamalt.

Óþægilegt að vera með ketó-klof.

Svindl og svínarí

Mál málanna í febrúar var án efa umfangsmikið og þaulskipulagt svindl bílaleigunnar Procar, en forsvarsmenn hennar áttu við kílómetrastöðu fjölmargra bíla. Dæmi voru um að kílómetrastaða hefði verið lækkuð um allt að 105 þúsund kílómetra. Þeir sem urðu fyrir barðinu á þessu svindli leituðu réttar síns en Procar hélt leyfinu. Nýlega sagði DV svo frá því að eigendur Procar hefðu stofnað nýja bílaleigu í Kópavogi, Carson.

Skrifstofa bílaleigunnar Procar

Ráðist á blaðakonu

Svo fékk umheimurinn í fyrsta sinn að kynnast blaðakonunni Ernu Ýri Öldudóttur í febrúar, en hún átti eftir að koma meira við sögu seinna á árinu. Erna opnaði sig um að Snæbjörn Brynjarsson, þá varaþingmaður Pírata, hefði hellt sér yfir hana og hótað henni ofbeldi á Kaffibarnum. Snæbjörn baðst afsökunar og sagði af sér þingmennsku, en sumir töldu að árásin hefði verið sviðsett, þar á meðal Kolbrún Halldórsdóttir, fyrrverandi umhverfisráðherra.

Erna Ýr Öldudóttir.

Ógnandi aðdáandi

Eitt af pörum ársins, þótt það hefði byrjað saman árið 2018, er knattspyrnukappinn Rúrik Gíslason og fyrirsætan Nathalia Soliani. Ástin drýpur af parinu en þau lentu hins vegar í hremmingum þegar þau opinberuðu samband sitt á samfélagsmiðlum. Afbrýðisamur aðdáandi Rúriks hótaði Nathaliu og Rúrik tapaði fylgjendum. Það er ekki bæði sleppt og haldið.

Rúrik og Nathalia.

Bransinn í molum

Málið sem skók kvikmyndabransann var þegar að handritshöfundurinn Max Landis var sakaður um nauðgunartilraun. Max átti handrit að því sem átti að verða næsta stórmynd Baltasars Kormáks, Deeper. Baltasar þurfti hins vegar að segja sig frá verkefninu þegar þessar ásakanir í garð Max komu upp á yfirborðið.

Baltasar Kormákur.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Steingrímur rifjar upp örlagaríka för á hamfarasvæði – „Og ekkert varð aftur eins“

Steingrímur rifjar upp örlagaríka för á hamfarasvæði – „Og ekkert varð aftur eins“
Fréttir
Í gær

Þyrla kölluð til vegna áreksturs í Öræfum – Tveir með áverka

Þyrla kölluð til vegna áreksturs í Öræfum – Tveir með áverka
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Listinn lengist – Þessir háttsettu Rússar hafa verið myrtir í Rússlandi

Listinn lengist – Þessir háttsettu Rússar hafa verið myrtir í Rússlandi
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Sýknaður af ákæru um heimilisofbeldi – Brotið þótti ekki nógu alvarlegt

Sýknaður af ákæru um heimilisofbeldi – Brotið þótti ekki nógu alvarlegt