fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Fréttir

„Öfgahægrimenn eins og Arnar hafa framið hryðjuverk og fjöldamorð“ – Óska eftir upplýsingum um Nýnasista á Íslandi

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 18. desember 2019 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Andfasistar (e. Antifa) á Íslandi óska eftir upplýsingum um nýnasistann Arnar Styr Björnsson, sem hefur verið áberandi í fjölmiðlum undanfarið og þá sérstaklega hvað varðar nýnasistasamtökin Norðurvígi, þar sem hann er meðlimur.

Andfasistar hafa hengt upp plaköt um Reykjavík með yfirskriftinni „ÞEKKIR ÞÚ NASISTANN?“. Á plakötunum er farið yfir sögu Arnars Styrs sem nýnasista, til dæmis þegar hann ásamt öðrum félagsmönnum Norðurvígis kynnti sig fyrir almenningi.

„Arnar Styr Björnsson er yfirlýstur nasisti og meðlimur í Norrænu mótstöðuhreyfingunni (NMR.) Í viðtali í Stundinni segist hann efast um að Helförin hafi átt sér stað. Hann var viðstaddur á Lækjartorgi í september 2019 þegar NMR kynnti sig í fyrsta sinn fyrir almenningi á Íslandi,“

Á plakatinu er auk þess varað við áróðri Arnars Styrs sem dreift er á samfélagsmiðlunum Facebook og Twitter. Einnig er minnst á hatursglæpi öfgahægrimanna, en andfasistarnir virðast vera að reyna að koma í veg fyrir slíkt með þessari dreifingu plakata.

„Öfgahægrimenn eins og Arnar hafa framið hryðjuverk og fjöldamorð í auknum mæli síðustu ár og því verðum við að stoppa þá.“

Að lokum óska andfasistarnir eftir upplýsingum um Arnar, en þar er leitað eftir fólki sem þekkir hann persónulega eða sér hann reglulega.

Markmið andfasista-hreyfinga er að berjast gegn fasistum, nasistum og öðrum öfga-hægrisefnum. Þessar hreyfingar hafa þó mikið verið gagnrýndar fyrir aðferðir sínar, en til eru dæmi um að ofbeldi hafi verið beitt af hendi andfasista til að koma málstaðnum til skila.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Maður á fimmtugsaldri með gífurlegt magn af þýfi úrskurðaður í gæsluvarðhald

Maður á fimmtugsaldri með gífurlegt magn af þýfi úrskurðaður í gæsluvarðhald
Fréttir
Í gær

Gervihnattarmyndir varpa ljósi á leynimakk Rússa og Norður-Kóreumanna

Gervihnattarmyndir varpa ljósi á leynimakk Rússa og Norður-Kóreumanna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þorvaldur kaus utan kjörfundar en grunar að maðkur sé í mysunni – „Hvað ætli Hæstiréttur myndi segja um það kæmi málið til kasta hans?“

Þorvaldur kaus utan kjörfundar en grunar að maðkur sé í mysunni – „Hvað ætli Hæstiréttur myndi segja um það kæmi málið til kasta hans?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hvar er Svanberg? – Telur elskhuga eiginkonu Geirfinns hafa lykilupplýsingar í málinu – Hefur farið huldu höfði í Þýskalandi

Hvar er Svanberg? – Telur elskhuga eiginkonu Geirfinns hafa lykilupplýsingar í málinu – Hefur farið huldu höfði í Þýskalandi