fbpx
Sunnudagur 29.desember 2024
Fréttir

Þetta er ástæðan fyrir því að Javi var rekinn úr Allir geta dansað á Stöð 2 – „Óforskammað að koma svona fram“

Atli Már Gylfason
Þriðjudaginn 17. desember 2019 14:29

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í gær var tilkynnt að framleiðendur Allir geta dansað-þáttanna, sem sýndir eru á Stöð 2, hafi ákveðið að skipta út Javi Fernández Valiño sem dansað hefur með Vilborgu Örnu Gissurardóttur síðustu vikur. Ekki fylgdu neinar skýringar á því hvers vegna ákveðið var að skipta Javi út og aðeins sagt að það hafi verið vegna „óviðráðanlegra aðstæðna.“ Daði Freyr, sem féll úr leik á föstudaginn ásamt Sollu Eiríks, mun koma í stað Javi.

Samkvæmt heimildum DV var það vegna þess að Javi fór í taugarnar á dansfélaga sínum Vilborgu Örnu. Upp hafi komið aðstæður þar sem Javi hafi í einhver skipti þurft að mæta seinna á æfingar en það hafi verið vegna skuldbindinga hans við nemendur sína en Javi starfar einnig sem danskennari. Það hafi komið illa við Vilborgu Örnu sem stundum hafi ekki treyst sér til þess að mæta á dansæfingarnar sjálf vegna pirrings.

DV hafði samband við Vilborgu Önnu og spurði hvort Javi hafi verið rekinn úr þáttunum vegna þess að hún hafi kvartað undan honum:

„Ég veit ekki hvaðan þú hefur það.“

Þannig að það er ekki satt, þú kvartaðir þá ekki undan honum?

„Ég vísa bara beint á framleiðendur þáttanna. Ég hef ekki með neina ákvarðanatöku að gera.“

Samkvæmt heimildum DV fékk Javi síðastur allra að vita að hann væri ekki lengur með í þáttunum. Þannig fengu aðrir keppendur tölvupóst um málið rúmum tuttugu mínútum áður en Javi var sjálfur látinn vita.

„Óforskammað að koma svona fram,“ sagði einn starfsmaður þáttanna um tölvupóstana í samtali við DV.

Þykir málið óheppilegt frá A til Ö

Þá hafði DV einnig samband við Javi Fernández en hann sagði í samtali við DV að honum þætti málið óheppilegt frá A til Ö og að það hafi fengið mikið á hann. Honum hafi þótt ótrúlega gaman að taka þátt í þáttunum og að hann óski fyrrum dansfélaga sínum, Vilborgu Örnu, alls hins besta í keppninni. Spurður um ástæður þess að hann hafi verið rekinn vildi Javi ekki fara út í það en ítrekaði að honum þætti málið óheppilegt.

Þetta var ekki í fyrsta skiptið sem Javi tók þátt í Allir geta dansað en hann fór á kostum ásamt Ebbu Guðnýju Guðmundsdóttur í fyrra. Ebba Guðný heldur mikið upp á Javi eftir þátttöku sína í Allir geta dansað og segist hafa haft ótrúlega gaman að því að æfa með honum.

„Javi er hlýr og blíður“

„Javi er hlýr og blíður. Hann var aldrei óþægilegur eða óviðeigandi á nokkurn hátt heldur mjög kurteis og fagmannlegur dansari sem sýndi mér alltaf virðingu. Svo ekki sé minnst á það hversu frábær kennari hann er. Hann er ofboðslega metnaðarfullur og hæfileikaríkur og að æfa með honum var gaman,“ segir Ebba Guðný og bætir við að það sé Javi að þakka að hún hafi séð virkilegan árangur á dansgólfinu eftir æfingarnar.

„Hann ýtti mér eins langt og hann gat og það gerði mér gott. Ég áttaði mig á því að ég gat meira en ég hélt og það var honum að þakka. Hann reyndi að ná öllu út úr mér sem hann gat og það var skemmtilegt en stundum líka erfitt. Þannig sá ég árangur. Hann hvatti mig áfram en á sama tíma var hann ekki meðvirkur með mér, hann sagði bara hlutina eins og þeir voru. Ef þetta var ekki nógu gott, þá var þetta ekki nógu gott,“ segir Ebba Guðný sem lítur á Javi sem góðan vin.

„Mér fannst alltaf þægilegt að vera í kringum hann, það er ekkert vesen á honum og hann talar aldrei illa um fólk. Bara virkilega góð manneskja.“

Javi er þekktur og vel liðinn innan dansheimsins en auk þess að vera danskennari þá er Javi einn af dönsurum hins dáða tónlistarmanns Páls Óskars.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

„Það var engin samfélagssátt um það þegar ákveðið var að skera á tengsl skólanna við kirkjuna”

„Það var engin samfélagssátt um það þegar ákveðið var að skera á tengsl skólanna við kirkjuna”
Fréttir
Í gær

Gunnar Smári segir að neyða ætti auðmenn sem stefndu blaðamanni Samstöðvarinnar til að ganga í bolum merktum „skítapakk“

Gunnar Smári segir að neyða ætti auðmenn sem stefndu blaðamanni Samstöðvarinnar til að ganga í bolum merktum „skítapakk“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Flugi Play frá Billund aflýst vegna bilunar – „Farþegar fá fulla endurgreiðslu“

Flugi Play frá Billund aflýst vegna bilunar – „Farþegar fá fulla endurgreiðslu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hefur þú séð Nóru? – 150 þúsund króna fundarlaun

Hefur þú séð Nóru? – 150 þúsund króna fundarlaun
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Blak borið af dæmdum barnaníðingi í jóladagskrá RÚV – „Ég hugsa til þolendanna“

Blak borið af dæmdum barnaníðingi í jóladagskrá RÚV – „Ég hugsa til þolendanna“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Skítakuldi í kortunum fyrir áramótin

Skítakuldi í kortunum fyrir áramótin