Nafn Svanhildar Hólm kemur upp aftur og aftur í umræðum um væntanlegan útvarpsstjóra. Þar sem nöfn umsækjenda hafa ekki verið birt hafa verið uppi miklar vangaveltur um hverjir sæki um embættið. Samsærisraddir eru sannfærðar um að Svanhildur Hólm sé kandídat sjálfstæðismanna í stólinn og skera upp herör gegn mögulega pólitískt ráðnum útvarpsstjóra.
Útvarpsmaðurinn þekkti Máni Pétursson kemur með nokkuð óvænta nálgun – og hann er hrifinn af af Svanhildi. Hann skrifar eftirfarandi færslu um málið á Twitter:
Svanhildur Hólm er frekar vandað eintak af manneskju og alveg laus við það að vera leiðinlegt. Hún er ekki verri en hver annar i stól Útvarpsstjóra. Minni á að Páll Magnússon lét alveg sjálftæðsimenn heyra það í stóli útvarpsstjóra og ég sá ekki mikla meðvirkni með XD í hans tíð.
Svanhildur Hólm er frekar vandað eintak af manneskju og alveg laus við það að vera leiðinlegt. Hún er ekki verri en hver annar i stól Útvarpsstjóra. Minni á að Páll Magnússon lét alveg sjálftæðsimenn heyra það í stóli útvarpsstjóra og ég sá ekki mikla meðvirkni með XD í hans tíð.
— Máni Pétursson (@Manipeturs) December 17, 2019