fbpx
Föstudagur 27.desember 2024
Fréttir

Strætóbílstjórar æfir: „Það gjörsamlega sýður á strætóbílstjórum“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 17. desember 2019 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Strætóbílstjórar eru vægast sagt ósáttir við þá ákvörðun að láta Kynnisferðir sjá um leið 7. Samkvæmt heimildum DV var ákvörðunin ekki tekin í samráði við bílstjóra og ofbýður þeim það algjörlega.

„Það gjörsamlega sýður á strætóbílstjórum að láta Kynnisferðir hafa leið 7 sem Strætó BS keyrir án útboðs,“ segir heimildarmaður DV.

Leið 7 keyrir frá Spöng, í gegnum Staðarhverfi og að lokum í Leirvogsgötu-Helgifellsand. Mikil ósætti ríkir með þá ákvörðun að bjóða keyrsluna á leiðinni út, en strætóbílstjórar sjá ekki neinar gildar ástæður fyrir breytingunni og upplifa ekkert gegnsæi.

Svo virðist vera að lítil sem engin samskipti við bílstjóra hafi átt sér stað áður en ákvörðunin var kynnt í seinustu viku. Í sambandi við þetta samskiptaleysi eru þau Sigríður Harðardóttir, mannauðstjóri Strætó, og Jóhannes Rúnarsson, forstjóri Strætó, nefnd á nafn og gagnrýnd.

„Þessi ákvörðun var kynnt í síðustu viku  án þess að nokkuð samráð hafi verið haft við bílstjóra eða trúnaðarmenn bílstjóra og bílstjórar eru óánægðir með samskiptaleysi Sigríðar Harðardóttur mannauðsstjóra Strætó og Jóhannesar Rúnarssonar forstjóra Strætó sumir taka svo hart í árinni að þessi ákvörðun hafi verið tekin fyrir ári síðan.“

DV hafði samband við trúnaðarmann strætóbílstjóra sem staðfesti að ástandið væri slæmt og að óánægja væri mikil á meðal bílstjóra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Eigandi rússnesks skips segir að því hafi verið sökkt vísvitandi – „Hryðjuverk“

Eigandi rússnesks skips segir að því hafi verið sökkt vísvitandi – „Hryðjuverk“
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Segja hleðslubankahryðjuverki hafa verið afstýrt

Segja hleðslubankahryðjuverki hafa verið afstýrt
Fréttir
Í gær

Sakamál ársins II: Harmleikur í sumarhúsi, afi og amma geymdu dóp, blaðamanni DV hótað og Gabríel réðst á fangaverði

Sakamál ársins II: Harmleikur í sumarhúsi, afi og amma geymdu dóp, blaðamanni DV hótað og Gabríel réðst á fangaverði
Fréttir
Í gær

Blak borið af dæmdum barnaníðingi í jóladagskrá RÚV – „Ég hugsa til þolendanna“

Blak borið af dæmdum barnaníðingi í jóladagskrá RÚV – „Ég hugsa til þolendanna“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Líkfundurinn var aðeins byrjunin á ótrúlegri fléttu – „Ruglað fólk gerir ruglaða hluti“

Líkfundurinn var aðeins byrjunin á ótrúlegri fléttu – „Ruglað fólk gerir ruglaða hluti“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hvers konar bíómyndir er best að horfa á í flugi – Ekki Cast Away og ekki Airplane!

Hvers konar bíómyndir er best að horfa á í flugi – Ekki Cast Away og ekki Airplane!
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Enn ruglast tælenskir fjölmiðlar á löndum – Íri í haldi lögreglu vegna andláts konu en er sagður íslenskur

Enn ruglast tælenskir fjölmiðlar á löndum – Íri í haldi lögreglu vegna andláts konu en er sagður íslenskur
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Katrín í Lumex svarar lektornum – „Ef hún er með einhverja hefnd og grimmd þá má hún eiga hana. Ég á enga óvini“

Katrín í Lumex svarar lektornum – „Ef hún er með einhverja hefnd og grimmd þá má hún eiga hana. Ég á enga óvini“