fbpx
Föstudagur 27.desember 2024
Fréttir

Dagbjört fær engar upplýsingar um son sinn – „Þetta er spurn­ing um líf og dauða“

Máni Snær Þorláksson
Þriðjudaginn 10. desember 2019 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Son­ur minn er sjúk­ling­ur. Í þau skipti sem hægt er að hjálpa hon­um kem­ur sú leynd sem um­lyk­ur sjúk­dóm­inn í veg fyr­ir að það sé hægt. Af hverju?“

Svona hefst pistill sem móðirin Dagbjört F. Ásgeirsdóttir skrifar um son sinn og sjúkdóminn hans í Morgunblaðinu í dag. „Hann er með lífs­hættu­leg­an sjúk­dóm sem hann berst við,“ segir Dagbjört. „Þegar hann ligg­ur inni á sjúkra­húsi má ég ekki fá nein­ar upp­lýs­ing­ar. Samt er ég skráð sem hans nán­asti aðstand­andi. Hann er sjálfráða ein­stak­ling­ur sem ný per­sónu­vernd­ar­lög gilda um og vernda. Ég fæ ekki að vita hvernig lækn­is­meðferðin geng­ur, hvenær hann er eða var á sjúkra­húsi eða hvort hann er útskrifaður.“

„Ég fæ eng­ar upp­lýs­ing­ar um son minn“

Dagbjört segist þekkja konu sem á veikan föður. „Hann er með lífs­hættu­leg­an sjúk­dóm sem hann berst við,“ segir Dagbjört en þegar hann liggur inni á sjúkrahúsi fá börnin hans allar þær upplýsingar sem þau óska eftir eða sem talið er að geti hjálpað föður þeirra og þeim. Faðirinn er sjálfráða ein­stak­ling­ur sem ný persónuverndar­lög gilda um og vernda.

„Þessi kona fær að vita hvað fer ofan í föður henn­ar og hvað kem­ur frá hon­um. Ég fæ eng­ar upp­lýs­ing­ar um son minn. Hún fær að vita hvort hann á að fara í aðgerð, ef ekki þá af hverju. Ég fæ ekk­ert að vita um son minn. Hún fær að vita hvenær hann fer heim og hvernig best er að styðja við hann þegar heim er komið. Ég má ekki fá nein­ar upp­lýs­ing­ar um son minn,“ segir Dagbjört og veltir því fyrir sér hver munurinn er á föðurnum og syni sínum.

„Jú, son­ur minn er með fíkni­sjúk­dóm, faðir kon­unn­ar sem ég vitna til er með krabba­mein. Fíkni­sjúk­dóm­ur – krabba­mein. Báðir sjúk­dóm­arn­ir geta verið lífs­hættu­leg­ir. Viðbrögð og stuðning­ur fjöl­skyldu skipta miklu máli í báðum til­fell­um, þó að ólík séu. Þess­ir sjúk­dóm­ar hafa báðir gríðarleg áhrif á nán­ustu ætt­ingja og geta jafn­vel valdið heilsutjóni þeirra allra nán­ustu.“

Dagbjört spyr þá hver munurinn sé. „Hef­ur orðræðan í sam­fé­lag­inu síðustu ár ekki sagt okk­ur að mis­notk­un á fíkni­efn­um, áfengi og fleira sé sjúk­dóm­ur? Er ekki verið að segja okk­ur að það að vera með fíkni­sjúk­dóm sé eng­in skömm? Að við þurf­um að losa okk­ur við skömm­ina; þora að segja frá, þora að tjá okk­ur, þora að segja ég er fík­ill, þora að segja son­ur minn er fík­ill?“

„Get ég leyft mér að trúa syni mín­um?“

Hún segir nýlega reynslu sína varðandi son sinn hafa vakið margar spurningar hjá sér. Sonur hennar fékk innlögn á sjúkrahúsið Vog, Dagbjörtu og öllum til mikillar gleði. Sonur hennar sagði við hana að hann fengi síðan að fara í eftirmeðferð á meðferðarheimilinu Vík. „Gleðin leyndi sér ekki og fjöl­skyld­an andaði létt­ar og allt varð bjart­ara,“ segir Dagbjört en hún hafði tekið gleði sína of snemma. „Á föstu­dags­eft­ir­miðdegi var hann kallaður inn til lækn­is. Hann hélt sig vera að fá upp­lýs­ing­ar um dvöl­ina á Vík. Nei, það var ekki svo gott,“ segir hún. „Lækn­ir­inn tjáði hon­um að þar sem hann hefði m.a. opnað sig í hóp­a­starfi inni á Vogi um mjög erfitt mál þá væri hann ekki nógu and­lega stabíll til þess að fara á Vík. Son­ur minn spurði þá um inn­lögn á fíkni­deild geðdeild­ar Land­spít­al­ans. Nei, allt var fullt þar. Hann mátti reynd­ar vera á Vogi fram yfir helg­ina sem var að renna í garð, en hann reidd­ist mjög við þess­ar slæmu frétt­ir og rauk á dyr. Heim­il­is­laus. Án nokk­urra pen­inga. Með föt­in sem hann stóð í.“

Dagbjört segist einungis vita þetta því hún hefur þetta eftir syni sínum. Hún veltir því fyrir sér hvort hún eigi að taka frásögn hans trúanlega. „Ein af mörg­um birting­ar­mynd­um fíkni­sjúk­dóms er ósann­sögli, lyg­ar, blekk­ing­ar,“ segir hún. „Get ég leyft mér að trúa syni mín­um? Hvernig veit ég að hann fór út af Vogi af fyrr­greindri ástæðu? Var hann kannski bara að dópa og þar með vísað á dyr? Hvernig get ég kom­ist að því? Svarið er að ég get það ekki – má það ekki – það er blátt bann við að segja mér frá. Lækn­ir­inn minn fær ekki einu sinni þess­ar upp­lýs­ing­ar.“

„Var hon­um vísað frá Vogi vegna neyslu?“

Í huga Dagbjartar skipta upplýsingarnar vægast sagt mjög miklu máli, þær ákvarða það hver viðbrögð hennar séu. „Þetta er spurn­ing um líf og dauða,“ segir hún. „Mér var bent á að fá aðstand­enda­fund með aðilum frá Vogi og syni mín­um. Ég hringdi og spurði um slík­an fund. Nei, það var ekki hægt. Ég er ekki að biðja um upp­lýs­ing­ar varðandi aðra sjúk­linga. Ég er ekki að biðja um að fá að vita hvað son­ur minn sagði við ráðgjafa sína og lækna. Ég er að biðja um upp­lýs­ing­ar og ráðgjöf svo ég geti stutt sjúk­ling­inn son minn sem best eft­ir að dvöl lýk­ur. Var hon­um vísað frá Vogi vegna neyslu? Hvað tek­ur við eft­ir meðferð á Vogi? Er það rétt að Vog­ur sendi beiðni um inn­lögn á geðdeild Land­spít­al­ans? Hvernig get ég sem hans nán­asti aðstand­andi stutt hann á meðan hann bíður eft­ir öðru úrræði?“

Annað sem Dagbjört veltir því fyrir sér er það hversu einn fíknisjúklingurinn er. „Mörg okk­ar hafa heyrt að þegar ein­stak­ling­ur á von á al­var­leg­um frétt­um frá lækni sé betra að hafa ein­hvern ann­an með sér til halds og trausts,“ segir hún og bendir á að sá veiki meðtekur ef til vill ekki allt sem kemur frá lækninum. „Á það ekki líka við um fíkni­sjúk­linga? Er ekki betra að ann­ar aðili, eins og nán­asti aðstand­andi fái einnig ákveðnar upp­lýs­ing­ar? Er ekki betra að ég geti sagt við son minn: „Sagði lækn­ir­inn ekki þetta líka?“ eða: „Nei, þetta er nú ekki al­veg rétt hjá þér. Þú hef­ur eitt­hvað mis­skilið lækn­inn.“ Er ekki betra þegar fíkni­sjúk­ling­ur­inn er mót­tæki­leg­ur að aðstand­end­ur geti verið til staðar, með rétt­ar eða staðfest­ar upp­lýs­ing­ar í fartesk­inu, rétt eins og aðstand­end­ur fyrr­greinds krabba­meins­sjúk­lings?“

Dagbjört botnar síðan pistilinn með því að velta því fyrir sér hvað sé áunnið með þessari leynd. „Er ein­ung­is verið að vernda ein­stak­linga fyr­ir skömm­inni? Ef svo er get­ur verið að hinn góði ásetn­ing­ur sem lagt var upp með sé far­inn að valda skaða?“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Eigandi rússnesks skips segir að því hafi verið sökkt vísvitandi – „Hryðjuverk“

Eigandi rússnesks skips segir að því hafi verið sökkt vísvitandi – „Hryðjuverk“
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Segja hleðslubankahryðjuverki hafa verið afstýrt

Segja hleðslubankahryðjuverki hafa verið afstýrt
Fréttir
Í gær

Sakamál ársins II: Harmleikur í sumarhúsi, afi og amma geymdu dóp, blaðamanni DV hótað og Gabríel réðst á fangaverði

Sakamál ársins II: Harmleikur í sumarhúsi, afi og amma geymdu dóp, blaðamanni DV hótað og Gabríel réðst á fangaverði
Fréttir
Í gær

Blak borið af dæmdum barnaníðingi í jóladagskrá RÚV – „Ég hugsa til þolendanna“

Blak borið af dæmdum barnaníðingi í jóladagskrá RÚV – „Ég hugsa til þolendanna“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Líkfundurinn var aðeins byrjunin á ótrúlegri fléttu – „Ruglað fólk gerir ruglaða hluti“

Líkfundurinn var aðeins byrjunin á ótrúlegri fléttu – „Ruglað fólk gerir ruglaða hluti“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hvers konar bíómyndir er best að horfa á í flugi – Ekki Cast Away og ekki Airplane!

Hvers konar bíómyndir er best að horfa á í flugi – Ekki Cast Away og ekki Airplane!
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Enn ruglast tælenskir fjölmiðlar á löndum – Íri í haldi lögreglu vegna andláts konu en er sagður íslenskur

Enn ruglast tælenskir fjölmiðlar á löndum – Íri í haldi lögreglu vegna andláts konu en er sagður íslenskur
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Katrín í Lumex svarar lektornum – „Ef hún er með einhverja hefnd og grimmd þá má hún eiga hana. Ég á enga óvini“

Katrín í Lumex svarar lektornum – „Ef hún er með einhverja hefnd og grimmd þá má hún eiga hana. Ég á enga óvini“