fbpx
Miðvikudagur 13.nóvember 2024
Fréttir

Íslenskir vörubílstjórar brjálaðir vegna hjólreiðamanns: Montar sig af morðtilræði – „Strauja þennan súrefnisþjóf niður“

Máni Snær Þorláksson
Laugardaginn 7. desember 2019 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í hópnum „Vörubílar og Flutningabílar“ á Facebook má oft finna ansi skemmtilegar upplýsingar og fróðleg myndbönd um vöru- og flutningabíla. Reglur hópsins eru einfaldar, fólk á að vera kurteist og málefnalegtt auk þess sem skítköst verða bönnuð. Þetta var þó alls ekki raunin í gær þegar vörubílstjórar sýndu hvað þeim finnst virkilega um reiðhjólafólk.

Allt hófst þetta með myndbandi sem Ingólfur nokkur deildi í hópinn. Á myndbandinu má sjá hjólreiðamann sem stöðvar reiðhjól sitt fyrir framan vörubíl og segir vörubílstjóranum að færa bílinn. Vörubílstjórinn er ekki par sáttur með hjólreiðamanninn sem stöðvar umferðina á stígnum og segir honum að það sé nóg af plássi fyrir þá báða á stígnum.

Meðlimir hópsins á Facebook hafa gagnrýnt hjólreiðamanninn harkalega í athugasemdum undir myndbandinu en athygli vekur að orðræða vörubílstjóranna er mjög ofbeldishneigð gagnvart hjólreiðafólki. Meðal þess sem kemur fram er að einn meðlimur hópsins montar sig af því sem mætti réttilega kalla morðtilræði.  „Ég klippti einn svona asna með speglinum þegar ég bjó í Englandi. Hann rúllaði eitthvað greyið og ég var bara nokkud ánægður með það. Hann bað um það, það fífl“

„Er hægt að vera tómari í hausnum?“ spyr einn og honum er svarað með því að það sé nú varla hægt. Athugasemdirnar verða varla skárri undir færslunni en margir tala um að bílstjórinn í myndbandinu hefði átt að keyra yfir hjólreiðamanninn. „Keyrðu yfir fíflið hann borgar ekki vegagjald,“ segir Jóhann nokkur og Guðjón nokkur er með svipaða hugmynd en er þó mun grófari í athugasemd sinni. „Strauja þennan súrefnisþjóf niður….. menn fara ekki með 50 tonn út fyrir malbikið. Það boðar ekki gott. Nóg pláss til að hjóla framhjá án einhverra hættu því trukkurin er stopp og hjólamaðurinn getur vel verið á malbikinu eða steypuni …. shjit hvað hjólamaðurinn er tregur“ Talað er um almennan yfirgang í hjólreiðamönnum og segir einn meðlimur hópsins að „alls staðar séu þessir hjóla menn til vandræða“

Þessi orðræða vörubílstjóranna hefur vakið athygli á Twitter eftir að Björn nokkur deildi skjáskotum af athugasemdunum. „Nú veit ég að þessir fáu einstaklingar tala ekki fyrir alla vörubílstjóra en þetta er, vægast sagt, afar óhuggulegt að sjá,“ segir Björn og taka margir undir orð hans í athugasemdum við tístið. „Ég hef ískyggilega oft heyrt fólk tala svona. Ekki einu sinni vörubílstjóra, bara bíljstóra. Í sundi. Og í skólanum,“ segir einn í athugasemd en annar segir þetta einmitt vera upplifun sína af öllum vörubílstjórum. „Þetta er ömurlegt viðhorf og virðist vera algengt. Það sem vekur mestan óhug hjá mér er að verstu ökumennirnir eru oft þeir sem aka að atvinnu,“ segir annar.

Einn Twitter notandi segist hafa séð svona samtöl hjólreiðarmanna um ökumenn en hann fær fljótt svör við því þar sem þetta er véfengt. „Ég er nokkuð viss um að hjólreiðafólk tali ekki um að hjóla ökumenn niður, enda myndi það ekki gera mikið gagn með fislétt hjól á móti einhverjum hundruðum eða þúsundum kílóa bíl,“ segir Ásdís nokkur í einu svarinu. „Ökumenn geta hins vegar gert mjög mikinn skaða ef þeir láta eftir þessum löngunum sínum.Ég er nokkuð viss um að hjólreiðafólk tali ekki um að hjóla ökumenn niður, enda myndi það ekki gera mikið gagn með fislétt hjól á móti einhverjum hundruðum eða þúsundum kílóa bíl. Ökumenn geta hins vegar gert mjög mikinn skaða ef þeir láta eftir þessum löngunum sínum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

„Þetta er eiginlega fáránlegt kl. 23 þann 11. nóvember!“

„Þetta er eiginlega fáránlegt kl. 23 þann 11. nóvember!“
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Guðni segir Framsókn oftast hafa reynst þjóðinni best – Hefur mikla trú á nýjum liðsmanni flokksins

Guðni segir Framsókn oftast hafa reynst þjóðinni best – Hefur mikla trú á nýjum liðsmanni flokksins