fbpx
Þriðjudagur 15.apríl 2025
Fréttir

Einar aldrei lent í öðru eins: Rukkaður um 106 þúsund krónur – „Þar kom svikamyllan í ljós“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 6. desember 2019 09:33

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einar Róbert Árnason lífeyrisþegi segist vera fórnarlamb svikamyllu eftir að hann pantaði bílaleigubíl á flugvellinum í Munchen á haustmánuðum. Einar lýsir þessu í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag þar sem hann segir farir sínar ekki sléttar.

Einar segist hafa pantað bílaleigubíl í gegnum Rentalcars.com hjá Dollar á Munchen-flugvelli þann 5. ágúst síðastliðinn. Hann og eiginkonu hans tóki bílinn með fullri tryggingu og þegar á flugvöllinn var komið þann 28. ágúst virtist allt ætla að ganga eins og ég sögu en annað kom þó á daginn. Hann framvísaði fylgiskjali (e. voucher) vegna bókunarinnar og staðfestingarskjali um trygginguna á bílaleigunni á flugvellinum.

Brugðið þegar hann sá VISA-yfirlitið

„Maðurinn sem var í afgreiðslunni sagði mér að þeir ættu ekki bílinn sem ég átti að fá, en hann myndi útvega mér annan sambærilegan. Hann kom svo stuttu seinna til baka með lykil að Ford Focus og samþykkti ég það, en þá sagði hann allt í einu að hann væri of gamall og fór aftur, en kom skömmu síðar með lykla að Opel Mokka.“

Einar Róbert segir að sá bíll hafi verið í sama verðflokki og tóku þau hann, enda kostaði hann ekkert aukalega. Það var svo þann 10. september að þau komu aftur á flugvöllinn þar sem bílnum var skilað.

„Þegar við litum svo á Visareikninginn yfir ferðina sáum við færslu frá Hertz upp á 80.247 kr. og könnuðumst ekkert við það því að við áttum aldrei í viðskiptum við Hertz. Við höfðum strax samband við Landsbankann og Valitor.“

„Þar kom svikamyllan í ljós“

Einar segir að Valitor hafi fengið afrit af upphaflegum „voucher“ og svo síðar afrit af reikningnum frá Hertz. „Ég fór inn á þjónustuvefinn hjá Dollar og gat séð bókunina í upphafi en síðar þegar ég ætlaði að skoða hana betur var hún horfin. Eftir ítrekuð símtöl og spjall við þjónustuver Rentalcars.com og þjónustuver Dollar fannst loks nýtt bókunarnúmer sem hafði verið stofnað hjá Hertz og gat ég loks fengið afrit af reikningnum sent á mitt netfang. Þar kom svikamyllan í ljós.“

Einar segist hafa haft samband við Valitor vegna málsins og sent fyrirtækinu reikninginn. Sagði hann að um falskan reikning væri að ræða og bað þá að athuga málið. „Þá varð ég fyrst hissa því starfsmaður Valitor tók reikninginn sem sönnunargagn um að málið væri leyst og lokaði því þrátt fyrir mótmæli mín. Ég hef alls staðar komið að lokuðum dyrum. Það síðasta sem gerst hefur er að Rentalcars.com greiddi til baka upphaflega tryggingu að andvirði 14.656 kr. en ekkert meira.“

Aldrei lent í öðru eins

Einar segir að hann og eiginkona hans hafi undanfarin 26 ár flogið með Icelandair til Munchen og tekið bílaleigubíl hjá ýmsum bílaleigum og aldrei lent í öðru eins.

„Er það ekki dularfullt að hvorki sé mögulegt að sjá reikninga á þjónustuvef Dollar (bókunarnr. 720259453 ) eða Hertz (bókunarnr. 299719895)? Eins og ég og þeir sem ég hef ráðfært mig við líta á málið þá er þetta afar sviksamlegt og engin önnur leið sanngjörn en að reikningurinn frá Hertz verði endurgreiddur og ég greiði aðeins það sem var samið um í byrjun, „voucher“ að andvirði 41.065 kr. en ekki þær 106.658 kr. sem ég var látinn borga. Að lokum vil ég minnast á að ég óskaði eftir að Rentalcars.com útvegaði mér afrit af leigusamningnum þar sem ég á að hafa samþykkt ný kjör og rándýra tryggingu eða samtals tvöfalt upphaflegt umsamið verð.“

Einar segist hafa fengið senda illa ljósritaða nótu með allt annarri undirskrift en hans og þar að auki frá annarri bílaleigu sem heitir Thrifty. Það sem meira er þá er það útibú á Malaga á Spáni.

„Þetta undirstrikar hversu ömurlega fjarstæðukennd öll samskipti hafa verið í þessu ferli. Ég get ekki ímyndað mér hversu margir gefast upp á að sækja rétt sinn í svona málum en ég læt ekki svona lagað yfir mig ganga og verður málið kært til lögreglunnar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

„Sonur minn er ekki bara to do listi sem þarf að tikka í til að hægt sé að segja að lögum og reglum hafi verið fylgt“

„Sonur minn er ekki bara to do listi sem þarf að tikka í til að hægt sé að segja að lögum og reglum hafi verið fylgt“
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Segir komið nóg af linkind stjórnvalda – „Tiltekt og fara út með ruslið (erlenda glæpamenn)“

Segir komið nóg af linkind stjórnvalda – „Tiltekt og fara út með ruslið (erlenda glæpamenn)“
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Mannslátið í Garðabæ harmleikur velmegandi fjölskyldu

Mannslátið í Garðabæ harmleikur velmegandi fjölskyldu
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Björk var farin að njósna um dóttur sína til að geta bjargað henni – „Hann nánast drap hana“

Björk var farin að njósna um dóttur sína til að geta bjargað henni – „Hann nánast drap hana“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Mikilvægt að lágmarka líkur á innbrotum

Mikilvægt að lágmarka líkur á innbrotum
Fréttir
Í gær

Íslendingurinn sem leitað var að í Danmörku er fundinn heill á húfi

Íslendingurinn sem leitað var að í Danmörku er fundinn heill á húfi
Fréttir
Í gær

Íslenskir feðgar í þyrlunni rétt áður en hún hrapaði í Hudson-ána – „Erfitt að átta sig 14 ára á nálægðinni við dauðann“

Íslenskir feðgar í þyrlunni rétt áður en hún hrapaði í Hudson-ána – „Erfitt að átta sig 14 ára á nálægðinni við dauðann“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sveinn Andri sakar ríkislögreglustjóra um óeðlilegan þrýsting á Hæstarétt

Sveinn Andri sakar ríkislögreglustjóra um óeðlilegan þrýsting á Hæstarétt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nágrannar skotsvæðis verulega ósáttir við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur – „Villa um fyrir íbúum og landeigendum og matreiða niðurstöður“

Nágrannar skotsvæðis verulega ósáttir við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur – „Villa um fyrir íbúum og landeigendum og matreiða niðurstöður“