fbpx
Þriðjudagur 15.apríl 2025
Fréttir

Skipstjóri hjá Samherja ræðst harkalega á RÚV og segir hluthafa í Stundinni tengjast Namibíu

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 5. desember 2019 11:04

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Páll Steingrímsson, skipstjóri hjá Samherja, tekur upp hanskann fyrir vinnuveitendur sína og gagnrýnir harkalega umfjöllun Kveiks og Stundarinnar um meint mútumál Samherja í Namibíu. Þetta gerir hann í grein sem hann birtir á Vísir.is.

Páll minnir á harkalega umfjöllun RÚV um meint gjaldeyrisbrot Samherja sem síðan hafi ekki sannast. Hann skrifar síðan:

„Fréttamenn Ríkisútvarpsins hafa verið iðnir við það síðustu ár að upplýsa landsmenn um lögbrot sem engum var kunnugt um fyrir. Þau minnisstæðustu eru vopnaflug Atlanta til Sádi-Arabíu, mansal á kínverskum veitingastað og svo gjaldeyrisbrot Samherja. Þetta hafa fréttamenn Ríkisútvarpsins gert á sama tíma og yfirmenn þeirra hafa verið uppteknir við að semja við glæpamenn utan réttarsala um bætur.

Það er hins vegar alveg ljóst að Ríkisútvarpið stundar nornaveiðar enda var Helgi Seljan búinn að lýsa því yfir að hann ætlaði að „taka Þorstein Má niður“. Honum mistókst það í Seðlabankamálinu svo hann reynir það nú í annað sinn. Svo virðist sem Kveiksþátturinn sé tilraun Helga Seljan til að fá uppreist æru eftir niðurlæginguna sem hann upplifði þegar í ljós kom að þær ásakanir sem hann teiknaði upp í Kastljósi í svokölluðu Seðlabankamáli reyndust allar tilhæfulausar.“

Páll segir mikilvægt að kveða ekki upp dóma yfir Samherja fyrr en báðar hliðar málsins hafi verið kynntar. RÚV hafi hins vegar þrívegis hafnað boði Samherja um afhendingu gagn á sérstökum upplýsingafundum:

„Eins og Samherji hefur bent á í yfirlýsingu er það líklega án fordæma í vestrænum fjölmiðlaheimi að fjölmiðill hafni upplýsingum, frá þeim sem er til umfjöllunar, í aðdraganda þáttar þar sem setja á fram meiðandi staðhæfingar um viðkomandi. Þetta sýnir svart á hvítu að fréttamönnum Ríkisútvarpsins er ekki treystandi til að fjalla á hlutlausan hátt um málefni Samherja enda löngu orðið ljóst að þeir hafa eingöngu áhuga á því að valda fyrirtækinu sem mestum skaða.“

Páll segist þekkja stjórnendur Samherja af góðu einu og ekkert í umfjöllun Kveiks fái sig til að efast um heilindi þeirra. Seðlabankamálið styrki hann í þeirri trú – en þar var felld niður rannsókn á meintum gjaldeyrisbrotum Samherja. Páll gagnrýnir síðan innbyrðis tengsl blaðamanna Stundarinnar og Kveiks og setur spurningamerki við eignarhald Stundarinnar:

„Þá var býsna einkennilegt að sjá suma mæta strax eftir sýningu þáttarins til að verja uppljóstrarann. Það virðist vera algjört tabú að ræða persónu hans og bakgrunn og hefur ekki nema brot af því komið fram opinberlega og bíður líklega betri tíma. Þá virðist heldur ekki mega ræða samstarf Ríkisútvarpsins og Stundarinnar og þá staðreynd að einn umsjónarmanna Kveiks er bróðir annars ritstjóra Stundarinnar. Það er erfitt fyrir þessa fjölmiðla að leggja hlutlægt mat á efnistök hvors annars eða vera í faglegu samstarfi þegar þau sem ritstýra efninu eru systkini.

Hvað Stundina áhrærir er margt ósagt um eignarhald þess miðils. Ritstjórar Stundarinnar neita að svara spurningum um hluthafahópinn en á meðal hluthafanna eru aðilar sem tengjast Namibíu. Ef ritstjórar Stundarinnar eru heiðarlegir þá hljóta þeir að upplýsa um þessi tengsl.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

„Sonur minn er ekki bara to do listi sem þarf að tikka í til að hægt sé að segja að lögum og reglum hafi verið fylgt“

„Sonur minn er ekki bara to do listi sem þarf að tikka í til að hægt sé að segja að lögum og reglum hafi verið fylgt“
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Segir komið nóg af linkind stjórnvalda – „Tiltekt og fara út með ruslið (erlenda glæpamenn)“

Segir komið nóg af linkind stjórnvalda – „Tiltekt og fara út með ruslið (erlenda glæpamenn)“
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Mannslátið í Garðabæ harmleikur velmegandi fjölskyldu

Mannslátið í Garðabæ harmleikur velmegandi fjölskyldu
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Björk var farin að njósna um dóttur sína til að geta bjargað henni – „Hann nánast drap hana“

Björk var farin að njósna um dóttur sína til að geta bjargað henni – „Hann nánast drap hana“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Mikilvægt að lágmarka líkur á innbrotum

Mikilvægt að lágmarka líkur á innbrotum
Fréttir
Í gær

Íslendingurinn sem leitað var að í Danmörku er fundinn heill á húfi

Íslendingurinn sem leitað var að í Danmörku er fundinn heill á húfi
Fréttir
Í gær

Íslenskir feðgar í þyrlunni rétt áður en hún hrapaði í Hudson-ána – „Erfitt að átta sig 14 ára á nálægðinni við dauðann“

Íslenskir feðgar í þyrlunni rétt áður en hún hrapaði í Hudson-ána – „Erfitt að átta sig 14 ára á nálægðinni við dauðann“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sveinn Andri sakar ríkislögreglustjóra um óeðlilegan þrýsting á Hæstarétt

Sveinn Andri sakar ríkislögreglustjóra um óeðlilegan þrýsting á Hæstarétt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nágrannar skotsvæðis verulega ósáttir við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur – „Villa um fyrir íbúum og landeigendum og matreiða niðurstöður“

Nágrannar skotsvæðis verulega ósáttir við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur – „Villa um fyrir íbúum og landeigendum og matreiða niðurstöður“