fbpx
Mánudagur 21.apríl 2025
Fréttir

Milljónir í bílaleigubíla fyrir þingmenn: Kostnaðurinn vegna Ásmundar 2,8 milljónir

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 5. desember 2019 08:46

Ásmundur er með hæsta kostnaðinn.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kostnaður vegna bílaleigubíla fyrir þingmenn nam rúmum 19 milljónum króna árið 2018 og nemur hann rétt rúmum sautján milljónum króna það sem af er þessu ári. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag en þar kemur fram að aksturskostnaður þingmanna hafi dregist mjög saman á undanförnum árum.

Í fréttinni kemur fram að aksturskostnaður þingmanna hafi numið tæpum 68 milljónum króna árið 2013, 56 milljónum árið 2014, 50 milljónum árið 2015, 53 milljónum árið 2016, 43 milljónum árið 2017, 31 milljón í fyrra og 25 milljónum það sem af er þessu ári. Þennan samdrátt má meðal annars rekja til breytinga á reglum um þingfarakostnað í byrjun árs 2018.

Í fréttinni segir að þó aksturskostnaður hafi dregist saman hefur kostnaður við bílaleigubíla aukist. Ásmundur Friðriksson er með hæsta kostnaðinn vegna bílaleigubíla en upphæðin nemur 2,8 milljónum króna á árinu. Bent er á það að kostnaðurinn hafi að jafnaði verið 100 til 200 þúsund krónur á mánuði en í október hafi hann verið ríflega 1,6 milljónir króna.

„Ég lít aldrei á þetta, hvorki hjá mér né öðrum,“ hefur blaðið eftir Ásmundi sem sagðist ekki hafa skýringar á þessum kostnaði í október á reiðum höndum. Hann hefði þó nýlega skipt um bílaleigubíl og hugsanlega mætti rekja kostnaðinn til þess.

Það staðfestir Eggert Jónsson, forstöðumaður hjá Alþingi, en hann segir að inni í leigunni sé 20 þúsund kílómetra akstur á ári. Gleymst hafi að lesa af mælinum og kostnaðurinn í október sé því umframakstur síðustu tveggja ára. Ekki sé hægt að kenna Ásmundi um það.

Fimm þingmenn eru með langtímaleigu á bílaleigubílum en auk Ásmundar eru það Birgir Þórarinsson, Guðjón S. Brjánsson, Haraldur Benediktsson og Sigurður Páll Jónsson.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Einn í haldi lögreglu eftir að kona fannst með höfuðáverka í heimahúsi

Einn í haldi lögreglu eftir að kona fannst með höfuðáverka í heimahúsi
Fréttir
Í gær

Varar við vinsælum olíum til steikingar – Segir þær geta valdið hættulegu krabbameini

Varar við vinsælum olíum til steikingar – Segir þær geta valdið hættulegu krabbameini
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sakaður um ruddalegt athæfi, kynferðislega áreitni og barnaverndarlagabrot

Sakaður um ruddalegt athæfi, kynferðislega áreitni og barnaverndarlagabrot
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Um 100 manna hópur strandaglópar í Barcelona eftir að flugvél frá Play var snúið við vegna bilunar

Um 100 manna hópur strandaglópar í Barcelona eftir að flugvél frá Play var snúið við vegna bilunar
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Ökuníðingur dreginn fyrir dóm eftir skrautlega eftirför

Ökuníðingur dreginn fyrir dóm eftir skrautlega eftirför
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Truflaði starfsemi Neyðarlínunnar

Truflaði starfsemi Neyðarlínunnar