„Ég og vinur minn sáum gerandann, hann var stór og húðflúraður íslenskur maður. Hann hafði legið í slagsmálum við annan mann á jörðinu stuttu áður,“ sagði sjónarvottur í samtali við Ekstra Bladet. „Íslendingurinn stakk manninn í hálsinn sem lá á jörðinni.“
Ábyrgir borgarar í Kaupmannahöfn voru snarir í snúningum og hringdu um leið í lögregluna með ábendingar um árásina. Lögreglan var þá fljótlega komin á staðinn. „Við náum honum í sömu andrá og hann er að kasta hnífnum í ruslið við Burger King,“ segir lögreglumaður.
Sjónarvottar Ekstra Bladet segja að handtakan við Burger King „hafi verið dramatísk“ en samkvæmt vitni kom það í ljós að Íslenski maðurinn var blóðugur eftir handtökuna. „Það voru um 20 lögreglumenn á staðnum sem héldu fólki frá aðstæðunum,“ segir eitt vitnið.
Lögreglan staðfesti það við danska fjölmiðla um að fórnarlambið hafi verið skorið í hálsinn. „Hann er ekki í lífshættu en hann liggur á spítala,“ sagði lögreglan í tilkynningu sinni en búið er að handtaka mann sem grunaður er um verknaðinn.