Á myndbandinu má sjá bílstjórann tala í símann án notkunar á handfrjálsum búnaði í tæpar tvær mínútur. „Við höfum tekið þetta oft fram áður, þetta er stranglega bannað. Við lítum svona vinnubrögð mjög alvarlegum augum,“ sagði Guðmundur Heiðar Helgason, upplýsingafulltrúi Strætó um málið.
„Það er bara eina leiðin til að breyta þessu til betri vegar, að hamra á þessu. Því miður eru allir einhvern veginn að gleyma sér alltof oft, það á ekki bara við um vagnstjórana okkar, það á bara við um alla í umferðinni.“
Guðmundur sagði einnig að það verði afleiðingar af þessu fyrir vagnstjórann. „Hann verður tekinn á teppið ef svo má segja,“ sagði Guðmundur.
Myndbandið er tekið upp þegar strætisvagninn er á leiðinni að Bakkahjalla í Kópavoginum. Myndbandið má sjá hér fyrir neðan.
[videopress AGVVTGdb]