fbpx
Þriðjudagur 23.júlí 2024
Fréttir

Páll gáttaður á RÚV: „Jaðrar við að vera hreint hneyksli“

Einar Þór Sigurðsson
Föstudaginn 29. nóvember 2019 09:07

Páll Magnússon

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi útvarpsstjóri, er gáttaður á sínum gamla vinnustað. Eins og greint var frá í vikunni stendur ekki til að birta lista yfir umsækjendur um stöðu útvarpsstjóra opinberlega en staðan var auglýst á dögunum.

„Þessi ákvörðun stjórnar RÚV er í skásta falli heimskuleg en jaðrar þó líklega frekar við að vera hreint hneyksli. Staða útvarpsstjóra er þeirrar gerðar að um hana, og þá sem sækja um hana, getur ekki og má ekki ríkja nein leynd. Þegar þessari ákvörðun er bætt við þá stórundarlegu yfirlýsingu sömu stjórnar um daginn, að RÚV hafi þurft sérstaka staðfestingu Ríkisendurskoðanda á því að stofnuninni bæri að fara að lögum (!), þá er óhjákvæmilegt að velta fyrir sér á hvaða vegferð þessi stjórn er. Og þeir sem velja hana,“ sagði Páll á Facebook-síðu sinni í gærkvöldi.

Þessi ákvörðun hefur valdið nokkrum titringi og eru áhöld uppi um lögmæti hennar. Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, benti til dæmis á það í viðtali við Vísi í gær að Ríkisútvarpið hafi ekki heimild til að birta ekki lista umsækjenda um stöðu útvarpsstjóra. Það væri skýrt tekið fram í upplýsingalögum.

Það skal tekið fram að DV/Eyjan hefur óskað eftir því, með vísan í upplýsingalög, að fá listann afhentan þegar umsóknarfrestur rennur út. Umsóknarfrestur er til 2. desember.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Kvennaathvarfið nýtir gervigreind í nýrri vitundarvakningarherferð

Kvennaathvarfið nýtir gervigreind í nýrri vitundarvakningarherferð
Fréttir
Í gær

Holskefla ofbeldisbrota gagnvart börnum gæti skýrst af kórónuveirufaraldrinum

Holskefla ofbeldisbrota gagnvart börnum gæti skýrst af kórónuveirufaraldrinum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Solaris fordæma ummæli Helga

Solaris fordæma ummæli Helga
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Leiðrétting og afsökunarbeiðni

Leiðrétting og afsökunarbeiðni