Fimmtán starfsmönnum Árvakurs, útgáfufélagi Morgunblaðsins, var sagt upp störfum í dag. Þetta kemur fram á vef Fréttablaðsins sem greinir frá málinu. Þar segir að uppsagnirnar hafi tekið bæði til vef- og prentmiðla útgáfunnar og aðgerðirnar hafi verið kynntar á fundi.
Rekstur Morgunblaðsins hefur verið þungur en í haust greindi Stundin frá því að Árvakur hefði verið rekinn með 415 milljóna króna tapi árið 2018. Árið 2017 var tapið 284 milljónir króna.