fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Fréttir

Nítján manns sagt upp hjá Odda

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 25. nóvember 2019 16:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Prentmet Oddi þarf nú að grípa til sársaukafullra hagræðingaðgerða og hefur 19 manns Odda-megin í fyrirtækinu verið sagt upp. Er það einn þriðji af starfsmönnum prentiðjuhlutans en nýir eigendur tóku við prentsmiðjunni fyrir skömmu og heitir fyrirtækið núna Prentmet Oddi.

„Við erum nýir eigendur og höfum verið að hagræða undanfarna mánuði. Því miður eru þetta nauðsynlegar hagræðingaraðgerðir. Samúð mín er hjá starfsmönnum á þessum erfiðu tímum,“ segir Guðmundur Ragnar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Prentmets Odda. Guðmundur er annar af stofnendum Prentmets sem keypti prentsmiðjuna Odda fyrir skömmu.

„Við vorum í þeim sporum að þurfa að kaupa þennan rekstur eða láta hann fara. Ég lærði þarna á sínum tíma og það var af ástríðu fyrir faginu sem ég vildi bjarga því sem hægt var að bjarga. Það er þá tveir þriðju af starfsfólki prentsmiðjunnar sem heldur störfum. Það hefur bara verið mjög slæmur rekstur á Odda undanfarin ár og gríðarlegt tap. Við erum hins vegar að reyna að búa til rekstrarhæft félag.“

Guðmundur segist líta björtum augum til framtíðarinnar eftir þessar nauðsynlegu en sársaukafullu hagræðingaraðgerðir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Egill Þór er látinn
Fréttir
Í gær

Netverjar bjartsýnir eftir kynningu nýrrar ríkisstjórnar – „Faðmlag segir meira en 1000 orð“

Netverjar bjartsýnir eftir kynningu nýrrar ríkisstjórnar – „Faðmlag segir meira en 1000 orð“
Fréttir
Í gær

Sólveig Anna óttast ekki Sigurð G. og SVEIT – „Bring it on“

Sólveig Anna óttast ekki Sigurð G. og SVEIT – „Bring it on“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir Áslaugu hafa bjargað lífi manneskju á veitingastað

Segir Áslaugu hafa bjargað lífi manneskju á veitingastað
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vatnsstríð á Reykhólum – Norðursalt var óstarfhæft eftir að Þörungaverksmiðjan skrúfaði fyrir rörið

Vatnsstríð á Reykhólum – Norðursalt var óstarfhæft eftir að Þörungaverksmiðjan skrúfaði fyrir rörið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einar bað Boga afsökunar – „Enda er þetta kolrangt hjá honum“

Einar bað Boga afsökunar – „Enda er þetta kolrangt hjá honum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tók pizzaofninn með við lok leigutíma og olli skemmdum á húsnæðinu – Sveik loforð um þrif en sagðist þó hafa skilað í betra standi en hann tók við

Tók pizzaofninn með við lok leigutíma og olli skemmdum á húsnæðinu – Sveik loforð um þrif en sagðist þó hafa skilað í betra standi en hann tók við
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hrafnhildur dæmd í tveggja ára fangelsi fyrir fjárdrátt

Hrafnhildur dæmd í tveggja ára fangelsi fyrir fjárdrátt
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Baldvin rak 99 starfsmenn sem skrópuðu á morgunfund – „Snáfið út úr fyrirtækinu mínu undir eins“

Baldvin rak 99 starfsmenn sem skrópuðu á morgunfund – „Snáfið út úr fyrirtækinu mínu undir eins“