fbpx
Þriðjudagur 15.apríl 2025
FréttirLeiðari

Gissur er látinn: „Hann var elskaður og dáður og öllum leið vel í návist hans“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 25. nóvember 2019 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gissur Gunnarsson, 46 ára gamall Reykvíkingur, er látinn. Gissur greindist með afar sjaldgæft heilaæxli en hann kenndi sér fyrst meins í byrjun þessa árs. Að sögn eftirlifandi eiginkonu hans tók langan tíma að finna út hvað amaði að Gissuri. Sjúkdómurinn dró Gissur til dauða fyrir örfáum dögum.

Gissur fæddist 31. maí 1973. Hann var fjölhæfur maður og lagði stund á margvísleg störf og verkefni. Meðal annars fékkst hann við kvikmyndagerð og ljósmyndun. Einnig starfaði hann mikið í ferðabransanum. Gissur var pírati og virkur í flokksstarfi Pírata án þess að sækjast eftir metorðum. Hann skrifaði fjölda greina um pólitík og þjóðfélagsmál og hafði gaman af að skiptast á skoðunum við fólk á samfélagsmiðlum á kurteisan og málefnalegan hátt. Gissur fékkst einnig við uppistand og margt fleira.

Eftirlifandi eiginkona Gissurar er Flori Fundateanu. Flori er frá Rúmeníu en hefur búið á Íslandi í mörg ár. Flori og Gissur áttu ekki börn saman. Þau áttu í sambandi í tæplega 15 ár og voru gift í rúmlega níu ár.

„Hann var elskaður og dáður og öllum leið vel í návist hans,“ segir Flori í samtali við DV en hún minnist Gissurar með fallegum orðum á Facebook-síðu sinni.

DV sendir öllum ástvinum Gissurar innilegar samúðarkveðjur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Mannslátið í Garðabæ harmleikur velmegandi fjölskyldu

Mannslátið í Garðabæ harmleikur velmegandi fjölskyldu
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Friðrik Þór svarar fyrir sig: „Verður að teljast nokkurs konar met í sjálfhverfu“

Friðrik Þór svarar fyrir sig: „Verður að teljast nokkurs konar met í sjálfhverfu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nágrannar skotsvæðis verulega ósáttir við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur – „Villa um fyrir íbúum og landeigendum og matreiða niðurstöður“

Nágrannar skotsvæðis verulega ósáttir við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur – „Villa um fyrir íbúum og landeigendum og matreiða niðurstöður“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þarf ekki að færa smáhýsið þó það sé of nálægt lóð nágrannans

Þarf ekki að færa smáhýsið þó það sé of nálægt lóð nágrannans