fbpx
Föstudagur 27.desember 2024
Fréttir

Hjúkrunarfræðingar segja Markúsi stríð á hendur: „Kerlingarvæl í hjúkkum sem höndla ekki breytingar“

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 24. nóvember 2019 10:46

Markús Ingólfur Eiríksson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ljóst er að Markús Ingólfur Eiríksson, nýr forstjóri Heilbrigðisstofnunnar Suðurnesja, er fljótt að verða gífurlega óvinsæll í starf. Í það minnsta ef marka má yfirlýsingu starfsfólks hans. Fréttamiðillinn Suðurnes greinir frá því að lítil sem engin samskipti hafi verið milli starfsfólks og hans undanfarið. Starfsfólk er sagt uggandi vegna málsins og á dögunum sendi hjúkrunarfræðingur HSS greinargerð til Öldungaráði Suðurnesja.

Í greinagerðinni, sem má lesa í heild sinni hér neðst, er Markús sakaður um tal sem einkennist af kvenfyrirlitningu. Markús er sakaður um að hafa afskrifað áhyggjur starfsmanna sem „kerlingarvæl“. Talsverð ólga hefur verið meðal starfsfólks eftir að Markús tók við starfinu nýverið. Til marks um það skrifaði á annan tug starfsmanna undir vantraustyfirlýsingu á Markús. Stofnunin kom auk þess afar illa út úr vinnumarkaðskönnun Sameykis.

Greinagerðin í heild sinni

Staðan á HSS í dag er erfið. Stofnunin er eins og þið öll hafið heyrt, verið fjársvelt til fjölda ára. Auk þess er húsnæði löngu sprungið, hjúkrunarfræðingar hafa verið fáliðaðir en þó fer læknum fjölgandi og ber því að fagna. Við fáum meðaumkun og samhygð í orðum sem sýna sig aldrei í verki. Taka skal fram að HSS fær raunlækkun í fjárlögum árið 2020 sem sýnir engan veginn þann einhug í umræðunni um að styrkja hag stofnunarinnar. Bæjarfulltrúar ásamt bæjarstjóra Reykjanesbæjar hafa sett mikla vinnu í gang við að sýna fram á óréttlæti í fjárlögum til HSS eins og til fleiri stofnanna á Suðurnesjum. Þetta ágæta fólk hefur hitt ráðherra, þingmenn og alla þá áhrifavalda sem hafa einhverja aðkomu að málinu með næstum engum árangri. Nýleg forstjóraskipti HSS var beðið eftir með mikilli eftirvæntingu. Núverandi forstjóra var mætt af starfsfólki með bjartsýni og tilhlökkun til bjartari tíma. Nú hefur þó komið í ljós að jú breytingar eru í vændum en hvaða breytingar? Forstjórinn hefur tekið ákvörðun um að loka skurðstofum HSS sem er skiljanleg ákvörðun með tilliti til aldurs búnaðar á deildinni og minnkandi verkefna.

Það sem þó setur ugg í starfsfólk eru sögusagnir um lokun fæðingardeildar og lokun á hvíldar- og endurhæfingarplássi á stofnuninni. Það ásamt að því virðist herferð að draga úr hjúkrunarstjórnun á heilbrigðisstofnun sem stýrir um það bil 100 hjúkrunarfræðingum, veldur áhyggjum. Verulegur söknuður er eftir fráfarandi framkvæmdastjóra hjúkrunar, Ingibjörgu Steindórsdóttur, en hún sagði upp vegna samskiptaörðuleika við umræddan forstjóra. Ingibjörg hefur barist ötullega fyrir HSS síðan árið 1996. Samskipti starfsfólks sem starfar á gólfinu við framkvæmdastjórn hafa verið engin undanfarnar vikur, starfsfólk er uggandi um störf sín og hefur áhyggjur af stöðunni.

Það að heyra á göngum stofnunarinnar að loka eigi deildum er ófagmannlegt. Það að draga úr mikilvægi hjúkrunar við stofnunina er verulegt áhyggjuefni. Það að heyra útundan sér að forstjórinn stimpli þessar aðstæður sem kerlingarvæl í hjúkkum sem höndla ekki breytingar er ófagmannlegt og hrein lygi. Að mati okkar starfsfólks á Slysa- og bráðamóttöku HSS höfum við verulegar áhyggjur af stöðunni sem er uppkomin á vinnustaðnum okkar sem var erfiður fyrir. Nú þegar hafa tveir hjúkrunarfræðingar sagt upp störfum við deildina og margir eru að hugsa sinn gang. Það hefur nefnilega áhrif hvernig maður stýrir og hvaða afleiðingar það hefur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 dögum

Inga segir eiganda Lumex ljúga – Ítrekað hindrað aðgengi fatlaðra og rifið kjaft

Inga segir eiganda Lumex ljúga – Ítrekað hindrað aðgengi fatlaðra og rifið kjaft
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Listinn lengist – Þessir háttsettu Rússar hafa verið myrtir í Rússlandi

Listinn lengist – Þessir háttsettu Rússar hafa verið myrtir í Rússlandi
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Boða leiðindaveður yfir jólahátíðina – Gul jól í ár

Boða leiðindaveður yfir jólahátíðina – Gul jól í ár
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Lektor bendir á yfirgengilega framkomu fyrirtækjaeiganda í Skipholti – „Hún er því miður að gera þetta af einhvers konar illgirni“

Lektor bendir á yfirgengilega framkomu fyrirtækjaeiganda í Skipholti – „Hún er því miður að gera þetta af einhvers konar illgirni“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Pútín gæti staðið frammi fyrir alvarlegum vanda á næsta ári

Pútín gæti staðið frammi fyrir alvarlegum vanda á næsta ári
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Allt brjálaðist hjá dularfullri rússneskri útvarpsstöð

Allt brjálaðist hjá dularfullri rússneskri útvarpsstöð
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Sakamál ársins I: Æði rann á fjölskylduföður, Interpol lýsti eftir Pétri, stórþjófar í Hamraborg og barnaníðingur í Dalslaug

Sakamál ársins I: Æði rann á fjölskylduföður, Interpol lýsti eftir Pétri, stórþjófar í Hamraborg og barnaníðingur í Dalslaug
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Ófögnuðurinn blasir við ferðamönnum við komuna til Íslands

Ófögnuðurinn blasir við ferðamönnum við komuna til Íslands