fbpx
Föstudagur 27.desember 2024
Fréttir

Samherjar eiga sæg af lúxusíbúðum í Skuggahverfi

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Laugardaginn 23. nóvember 2019 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skuggahverfið í Reykjavík gnæfir yfir miðborgina og hefur byggst hratt upp síðustu ár. Hverfið hefur verið táknmynd auðmanna, sem hafa sópað til sín eignum í lúxusblokkunum. Núverandi og fyrrverandi eigendur Samherja hafa tekið þátt í því og hafa hreiðrað um sig í Skuggahverfinu þegar borgin kallar.

Sjá einnig: Svona búa Samherjar.

Vatnsstígur 15. Mynd: Eyþór Árnason

Vatnsstígur 15

Stærstu eigendur í félaginu Samherji Ísland ehf. eru Kristján Vilhelmsson, 43,77%, og Þorsteinn Már Baldvinsson, 22,48%, stofnendur Samherja og eiginkona Þorsteins, Helga Steinunn Guðmundsdóttir, 22,48%. Sonur þeirra Þorsteins og Helgu, Baldvin, á 0,10% í félaginu. Samherji Ísland ehf. er skráð eigandi rúmlega 140 fermetra íbúðar að Vatnsstíg 15. Fasteignamat íbúðarinnar á næsta árið eru tæpar 79 milljónir og lækkar úr rúmum 82 milljónum. Samherji Ísland ehf. festi kaup á íbúðinni árið 2012 og fengu fyrrnefndur Kristján og Aðalsteinn Helgason, fyrrverandi framkvæmdastjóri landvinnslu Samherja og framkvæmdastjóri Afríkustarfsemi Samherja, umboð fyrir hönd stjórnar félagsins til að sjá um kaupin. Enginn þinglýstur leigusamningur hvílir á íbúðinni.

Vatnsstígur 21. Mynd: Eyþór Árnason

Vatnsstígur 21

Þorsteinn Már Baldvinsson, sem fyrir stuttu vék sem forstjóri Samherja, á tvær íbúðir að Vatnsstíg 21. Sú fyrri er rétt rúmlega 166 fermetrar og var keypt á Þorláksmessu árið 2008. Aðalsteinn Helgason fékk umboð frá Þorsteini til að sjá um kaupin. Fasteignamat á íbúðinni fyrir næsta ár er 96 milljónir og lækkar úr rúmum 127 milljónum.

Þorsteinn Már Baldvinsson.

Hin íbúðin er talsvert stærri, tæpir 300 fermetrar. Það var Baldvin Þorsteinsson, sonur Þorsteins, sem fékk umboð til að sjá um þau kaup sem gengu í gegn árið 2012. Fasteignamat fyrir næsta ár á þeirri íbúð er rúmlega 150 milljónir og lækkar úr tæpum 202 milljónum. Engir þinglýstir leigusamningar hvíla á íbúðunum.

Vatnsstígur 16-18. Mynd: Eyþór Árnason

Vatnsstígur 16–18

Yfirlögfræðingur Samherja, Arna Bryndís Baldvins McClure, kemur oft fyrir í Samherjaskjölunum en hún á íbúð í háhýsinu að Vatnsstíg 16–18. Sú íbúð er tæpir 100 fermetrar og var keypt á tæpar fimmtíu milljónir árið 2015. Fasteignamat næsta árs er rúmar 65 milljónir. Á íbúðinni hvílir þinglýstur leigusamningur sem er í gildi.

Lindargata. Mynd: Eyþór Árnason

Lindargata 39

Það varð uppi fótur og fit þegar Þorsteinn Vilhelmsson hætti skyndilega hjá Samherja í lok síðustu aldar og seldi hlut sinn í fyrirtækinu sem hann hafði stofnað með Þorsteini Má og bróður sínum Kristjáni Vilhelmssyni. Þótt hafi andað köldu á milli Þorsteins og Samherja síðan þá hefur félag hans, Fjárfestingarfélagið Akureyrin ehf., fest kaup á íbúðum í Skuggahverfinu, að Lindargötu 39. Þorsteinn á 42,60% í félaginu en eiginkona hans, Þóra Hildur Jónsdóttir, 31,50%. Nafn félagsins er spaugilegt því fyrsti frystitogara Samherja hét einmitt Akureyrin.

Íbúðirnar þrjár sem Fjárfestingarfélagið Akureyrin ehf. á að Lindargötu voru allar keyptar árið 2014. Ein er tæpir 86 fermetrar og keypt á rúmar 34 milljónir, en fasteignamat næsta árs er 57,5 milljónir. Önnur er tæpir níutíu fermetrar og keypt á tæplega 39 milljónir. Fasteignamat hennar á næsta ári er tæpar 60 milljónir. Loks er það 103,5 fermetra íbúð sem keypt var á 42,5 milljónir en metin á næsta ári á 64,450 milljónir. Engir þinglýstir leigusamningar hvíla á íbúðunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 dögum

Inga segir eiganda Lumex ljúga – Ítrekað hindrað aðgengi fatlaðra og rifið kjaft

Inga segir eiganda Lumex ljúga – Ítrekað hindrað aðgengi fatlaðra og rifið kjaft
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Listinn lengist – Þessir háttsettu Rússar hafa verið myrtir í Rússlandi

Listinn lengist – Þessir háttsettu Rússar hafa verið myrtir í Rússlandi
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Boða leiðindaveður yfir jólahátíðina – Gul jól í ár

Boða leiðindaveður yfir jólahátíðina – Gul jól í ár
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Lektor bendir á yfirgengilega framkomu fyrirtækjaeiganda í Skipholti – „Hún er því miður að gera þetta af einhvers konar illgirni“

Lektor bendir á yfirgengilega framkomu fyrirtækjaeiganda í Skipholti – „Hún er því miður að gera þetta af einhvers konar illgirni“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Pútín gæti staðið frammi fyrir alvarlegum vanda á næsta ári

Pútín gæti staðið frammi fyrir alvarlegum vanda á næsta ári
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Allt brjálaðist hjá dularfullri rússneskri útvarpsstöð

Allt brjálaðist hjá dularfullri rússneskri útvarpsstöð
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Sakamál ársins I: Æði rann á fjölskylduföður, Interpol lýsti eftir Pétri, stórþjófar í Hamraborg og barnaníðingur í Dalslaug

Sakamál ársins I: Æði rann á fjölskylduföður, Interpol lýsti eftir Pétri, stórþjófar í Hamraborg og barnaníðingur í Dalslaug
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Ófögnuðurinn blasir við ferðamönnum við komuna til Íslands

Ófögnuðurinn blasir við ferðamönnum við komuna til Íslands