fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Fréttir

Ásdís Rán flækt í alþjóðlegan fjársvikahring – Besta vinkonan eftirlýst af FBI – „Ég veit ekki hvort hún sé dáin eða ekki“

Auður Ösp
Föstudaginn 22. nóvember 2019 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenska fyrirsætan og athafnakonan Ásdís Rán Gunnarsdóttir er flækt í eitt stærsta fjársvikamál síðari ára sem teygir sig til 175 landa. Samkvæmt bandarísku alríkislögreglunni, FBI, náði besta vinkona Ásdísar Ránar, búlgarska athafnakonan Ruja Ignatova, að svíkja út tæpa þúsund milljarða íslenskra króna á heimsvísu áður en hún hvarf sporlaust í október árið 2017. Ekkert hefur spurst til hennar síðan þá og hafa lögregluyfirvöld víðs vegar í heiminum reynt að hafa uppi á henni, líkt og vinkona hennar Ásdís Rán en hún er andlit fyrirtækisins sem talið er að standi að baki svikamyllunni.

Ásdís og Ruja hafa verið áberandi í sviðsljósinu í Búlgaríu. Ljósmynd/Inlife.bg.

Loftbóla sem sprakk

Um er að ræða hina meintu rafmynt OneCoin sem var kynnt til sögunnar árið 2014 sem arftaki Bitcoin, vinsælustu rafmyntar í heimi. Fyrirtækið, sem enn ber nafn OneCoin í nokkrum löndum, átti höfuðstöðvar í Búlgaríu og voru fjárfestar laðaðir að verkefninu með loforðum um gríðarlegan hagnað þegar rafmyntin færi á almennan markað. Samkvæmt bandarískum dómskjölum var svikamyllan sett upp sem nokkurs konar píramídasvindl. Fjárfestar sem keyptu sig inn í „verkefnið“ gátu þannig fengið meira fyrir peninginn, fleiri rafmyntir, ef þeir gátu selt öðrum hugmyndina. Bandaríska alríkislögreglan segir þó að aldrei hafi nein raunveruleg rafmynt legið að baki OneCoin. Fyrirtækið hafi verið rekið á lygum og blekkingum frá upphafi. Uppblásin loftbóla sem á endanum sprakk.

Svo virðist sem OneCoin hafi ekki tekist að ná fótfestu hér á landi en samkvæmt heimildum DV gengu sölumenn á vegum fyrirtækisins í hús hér á landi á síðasta ári og buðu fólki að fjárfesta í OneCoin. DV hefur undir höndum tölvupóst sem sendur var á kaupendur þar sem þeir áttu að geta fundið svör við væntanlegum spurningum.

Hin meinta rafmynt fékk ævintýralega góðar viðtökur úti um allan heim og það var ekki síst fyrir tilstilli eigandans, hinnar heillandi og sprenglærðu Ruja Ignatova, sem tugir þúsunda einstaklinga, fyrirtækja og félagasamtaka tóku þátt og fjárfestu. Ruja flaug þannig heimshorna á milli og hélt glæsilegar veislur fyrir ríka og fræga fólkið á sama tíma og hún kynnti rafmyntina. Sú sem skipulagði flestar þessar veislur, var kynnir í þeim flestum, starfsmaður OneCoin og andlit fyrirtækisins var Ásdís Rán. Íslenska athafnakonan segist þó ekkert hafa starfað fyrir fyrirtækið frá því vinkona hennar hvarf árið 2017.

Ásdís Rán birti þessa mynd af þeim stöllum rúmlega tveimur mánuðum áður en Ruja hvarf. Ekkert hefur sést til hennar síðan. Ljósmynd/Facebook

„Ég veit ekki hvort hún sé dáin eða ekki. Ég vil trúa því að hún hafi þurft að láta sig hverfa af einhverjum ástæðum og sé vonandi á einhverri eyðieyju einhvers staðar og sé að bíða eftir því að sannleikurinn komi í ljós,“ segir Ásdís Rán, en hún trúir því ekki að um píramídasvindl sé að ræða.

„Þetta er ekki einhver fjársvikamylla. Þetta er bara blásið upp eins og Bitcoin á sínum tíma. Það er alveg á línunni hvort þetta sé löglegt eða ólöglegt, en því hefur verið haldið fram að þetta sé löglegt og það má alveg deila um það. Það sama á við um mörg píramídafyrirtæki yfirhöfuð.“ Hún vill ekki svara því hvort hún hafi sjálf fjárfest í ævintýrinu.

Ítarleg umfjöllun um málið er að finna í helgarblaði DV.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Ökukennari segir illa komið fram við eldri ökumenn: „Að mínu mati al­gjör­lega út í hött“

Ökukennari segir illa komið fram við eldri ökumenn: „Að mínu mati al­gjör­lega út í hött“
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Dagur kveður borgarstjórn eftir nær aldarfjórðung – „Ég elska Reykjavík“

Dagur kveður borgarstjórn eftir nær aldarfjórðung – „Ég elska Reykjavík“
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Illugi ómyrkur í máli – „Þetta var Hitlers-kveðja og ekkert annað“

Illugi ómyrkur í máli – „Þetta var Hitlers-kveðja og ekkert annað“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Guðmundur segir að ósanngjörn umfjöllun RÚV um Trump geti skaðað samskipti við Bandaríkjamenn – „Þessu verður að linna“

Guðmundur segir að ósanngjörn umfjöllun RÚV um Trump geti skaðað samskipti við Bandaríkjamenn – „Þessu verður að linna“
Fréttir
Í gær

Kæru vegna sjókvíaeldis í Seyðisfirði vísað frá

Kæru vegna sjókvíaeldis í Seyðisfirði vísað frá
Fréttir
Í gær

Höggvinn með exi á A. Hansen – Svaraði fyrir sig með hnefunum 20 árum síðar á Castello

Höggvinn með exi á A. Hansen – Svaraði fyrir sig með hnefunum 20 árum síðar á Castello
Fréttir
Í gær

Maður á sextugsaldri misþyrmdi lögreglumanni í Þarabakka

Maður á sextugsaldri misþyrmdi lögreglumanni í Þarabakka
Fréttir
Í gær

Guðmunda þekkir það vel að vera aftast í röðinni og gleymast – „Ég lifi það ekki af að bíða svo lengi, henni varð á að hlæja“

Guðmunda þekkir það vel að vera aftast í röðinni og gleymast – „Ég lifi það ekki af að bíða svo lengi, henni varð á að hlæja“
Fréttir
Í gær

Dóri DNA segist með Mosfellsbæ á heilanum – „Þarna er hugsað stórt og ég elska þegar það er hugsað stórt“

Dóri DNA segist með Mosfellsbæ á heilanum – „Þarna er hugsað stórt og ég elska þegar það er hugsað stórt“