Hrafn Jökulsson, rithöfundur og fyrrverandi ritstjóri, brá sér til Grænlands daginn sem Samherjamálið kom upp. Hrafn, sem er formaður skákfélagsins Hróksins, hefur dvalið mikið á Grænlandi á undanförnum árum þar sem hann hefur vakið áhuga á Grænlendinga á skákíþróttinni svo um munar.
Hrafn kveðst eiga vini í Namibíu en Samherjamálið, sem lýtur að mútugreiðslum til stjórnmálamanna í Namibíu til að komast yfir kvóta, kom upp sama dag og Hrafn skellti sér til Grænlands.
„Ég á vini í Namibíu, og um leið og ég komst í netsamband sendi ég þeim orðsendingu og bað þá afsökunar á framferði landa minna. Ég fékk elskuleg svör: Við vitum að Íslendingar eru gott fólk. Og síðan orðrétt: „Í öllum samfélögum eru rotin epli.“