Jón Gnarr hefur undanfarin misseri birt fjölda tísta á Twitter-síðu sinni, þar sem hann tjáir sig um Leiðinlega flokkinn, Stjórnmálaflokk sem hann hyggst stofna til þess að berjast gegn loftlagsvánni sem nú steðjar að mannkyninu.
Jón Gnarr tjáði sig fyrst um flokkinn fyrr í mánuðinum, en þá sagði hann að fyrsta verk sitt í ríkisstjórn væri að banna flugelda og áramótabrennur.
Nú er Jón hinsvegar kominn með stærri lista af aðgerðum sem hann segir Leiðinlega flokkinn ætla að taka sér fyrir hendur. Þar má nefna nagladekkjaskatt, skurðaskatt, bílaleigubílaskatt og þungt eldsneytisgjald.
Leiðinlegi flokkurinn mun setja skatt á ferðamenn sem sækja landið heim og kynna nýjan „Bílaleigubíla-skatt“ sem mikil ánægja verðu með #LeiðinlegiFlokkurinn
— Jon Gnarr (@Jon_Gnarr) November 20, 2019
Leiðinlegi flokkurinn mun nota skattfé til að fylla uppí alla skurði sem grafnir hafa verið af ríkinu. Við gefum landeigendum 2 ára frest til að gera hið sama áður en Skurðagjald verður lagt á þar sem fólk borgar fyrir hvern meter af skurði sem það er með #LeiðinlegiFlokkurinn
— Jon Gnarr (@Jon_Gnarr) November 20, 2019
Leiðinlegi flokkurinn mun setja á sérstakan nagladekkjaskatt. Hann verður ekki táknrænn; circa 10.000 kall á dekk á einkabílum, miklu meira á fyrirtækjabíla. Þetta gjald mun svo vaxa mjög hratt #LeiðinlegiFlokkurinn
— Jon Gnarr (@Jon_Gnarr) November 20, 2019
Leiðinlegi flokkurinn mun stórlega hækka þungaskatt og eldsneytisgjald og gera það nær ómögulegt fyrir venjulegt fólk að eiga stóran bíl, nema rafmagns. Við munum bjóða fólki sanngjarnt verð fyrir að koma með gamla bíla til förgunar, sama og umboðin taka #LeiðinlegiFlokkurinn
— Jon Gnarr (@Jon_Gnarr) November 20, 2019
Jón talar einnig um að Leiðinlegi flokkurinn muni berjast í innflytjendamálum, auðvelda þeim að fá viðurkennd starfsréttindi sín. Auk þess vill hann að Ísland taki á móti 1000 flóttamönnum á ári.
Leiðinlegi flokkurinn mun gera útlendingum auðveldara að fá viðurkennd starfsréttindi sín á Íslandi. Það verður allt vitlaust útaf því en við munum keyra það í gegn #LeiðinlegiFlokkurinn
— Jon Gnarr (@Jon_Gnarr) November 20, 2019
Leiðinlegi flokkurinn mun tilkynna undirbúning á móttöku um 1000 flóttamanna á ári. Stærsti einstaki hópurinn verða svokölluð „fylgdarlaus börn á flótta.“ Þetta verður fjármagnað með skattfé #LeiðinlegiFlokkurinn
— Jon Gnarr (@Jon_Gnarr) November 20, 2019
Að sögn Jóns mun Leiðinlegi flokkurinn sameina vinstrið og hægrið, þar sem flokkurinn yrði óvinsæll á báða enda. Hann segir að Leiðinlegi flokkurinn muni hækka skatta og draga úr þjónustu.
Leiðinlegi flokkurinn mun sameina hægri- og vinstriflokka á Íslandi því hann mun mæta andstöðu hjá báðum enda skattaglaður og þver en líka rosalega frjálslyndur #LeiðinlegiFlokkurinn
— Jon Gnarr (@Jon_Gnarr) November 20, 2019
Leiðinlegi flokkurinn mun ekki bara hækka skatta og gjaldskrár heldur líka draga úr þjónustu og láta fólk gera sem mest sjálft. allir verða glaðir með það. Ef fólk bregst ekki við þá beytum við sektum #LeiðinlegiFlokkurinn
— Jon Gnarr (@Jon_Gnarr) November 20, 2019
Auk þess talar Jón um bann á díselknúnum rútum og að tekjur af ferðamönnum ættu að renna til sveitafélaga, frekar en einkafyrirtækja.
Leiðinlegi flokkurinn mun leita leiða til að tekjur af ferðamönnum renni til sveitarfélaga frekar en örfárra einkaaðila. Við hyggjumst gera það með blönduðum aðferðum #LeiðinlegiFlokkurinn
— Jon Gnarr (@Jon_Gnarr) November 20, 2019
Leiðinlegi flokkurinn mun banna innflutning á díselknúnum rútum og gefa rútufyrirtækjum 3 ár til orkuskipta en þá verða þær algjörlega bannaðar og einungis rafknúnar rútur leyfðar. #leiðinlegiflokkurinn
— Jon Gnarr (@Jon_Gnarr) November 20, 2019
Leiðinlegi flokkurinn mun gera sveitarfélögum kleyft að takmarka niðurgreiðslu á þjónustu fyrir aðra en „íbúa“ svipað og einkaaðilar gera. Þetta þýðir að ferðamenn munu borga svipað fyrir að fara í sund einsog í Bláa lónið #LeiðinlegiFlokkurinn
— Jon Gnarr (@Jon_Gnarr) November 20, 2019
Einnig minnist Jón á kolefnisskatt á matvöru, sem myndi bitna á kjöt og innfluttum mat. Á móti myndi Leiðinlegi flokkurinnn stórauka grænmetisrækt á Íslandi.
Leiðinlegi flokkurinn sem kynna kolefnisskatt á matvöru. Kjöt og innfluttar vörur munu hækka mest en á móti mun íslenskt grænmeti lækka í verði og eftirspurn aukast #LeiðinlegiFlokkurinn
— Jon Gnarr (@Jon_Gnarr) November 20, 2019
Leiðinlegi flokkurinn mun gera stórátak í grænmetisrækt og gróðurhúsalandbúnaði á Íslandi, með því að niðurgreiða rafmagn og setja kolefnisskatt á innflutt grænmeti. Við munum líka kynna hvata fyrir bændur að fara útí slíkan búskap #LeiðinlegiFlokkurinn
— Jon Gnarr (@Jon_Gnarr) November 20, 2019