„Meðan Namibíumenn hafa þurft að þola þurrka, hungur og fátækt um árabil, þá hefur Samherji fætt þúsundir Íslendinga ókeypis á árlegri fiskihátíð fyrir ránsfengin frá Namibíu.“ Svo hljóðar upphaf fréttar sem birtist í namibíska blaðinu Namibian Sun.
Fréttin er á forsíðu blaðsins, sem hefur verið leiðandi í umfjöllun um Samherjamálið í Namibíu. Ljóst er að mönnum þar í landi er stórlega misboðið vegna Fiskidagsins mikla sem haldinn er á Dalvík árlega. Í fyrra mættu allt um 30 þúsund gestir á hátíðina.
Fjölmiðlamaðurinn Illugi Jökulsson vekur athygli á þessu á Facebook og þýðir hluta fréttarinnar. „Dagblað í Namibíu: „Þúsundir skemmta sér með illa fengnu fé: Íslendingum gefið að éta með mútuþýfi. Myndatextar: Matur og gleði: Fiskidagurinn mikli er haldinn hátíðlegur annan laugardag í ágúst á Dalvík, Íslandi. Svengd: Svangir íbúar Namibíu, sem glíma við þurrk, eru taldir vera meira en 700.000.“ Við megum og eigum að skammast okkar.“
https://www.facebook.com/photo.php?fbid=10218564793370002&set=a.1068938962649&type=3&theater