fbpx
Miðvikudagur 13.nóvember 2024
Fréttir

Magnús ósáttur við að vera kallaður afneitari: „Borinn saman við þá sem trúðu því ekki að jörðin væri hnöttótt“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 20. nóvember 2019 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nokkuð var sótt að Magnúsi Jónssyni, fyrrverandi veðurstofustjóra, á Borgararfundi RÚV um loftslagsmál í gærkvöld. Magnús var sagður hafa skoðanir sem mjög stingi í stúf í vísindasamfélaginu en hann hefur dregið í efa að afleiðingar hlýnunar jarðar verði jafn hrikalegar og margir boða.

Grein sem Magnús skrifaði í Kjarnann fyrr í haust hefur vakið mikla athygli en þar sagði hann meðal annars:

„Í upp­hróp­unum er talað um að við höfum aðeins fá ár til að koma í veg fyrir frek­ari hlýnun ef jarð­lífið eigi ekki nán­ast að líða undir lok. Hef ég orðið var við vax­andi hræðslu og álíka til­finn­ingar hjá börnum og ungu fólki vegna þess­arar yfir­vof­andi „ógn­ar“ við til­vist okkar og menn­ingu og ég hafði sjálfur fyrir nærri 60 árum. Fjöl­miðl­ar, stjórn­mála­menn og margir vís­inda­menn og emb­ætt­is­menn kyrja þennan hræðslu­boð­skap sem mér finnst engan veg­inn vera til­efni til að blása upp í þær hæðir sem gert er. Er engu lík­ara en að rétt einu sinni sé dóms­dagur að renna upp!“

Að dómi Magnúsar er loftslagshlýnun ekki mesta ógn mannkynsins heldur gríðarleg mannfjölgun. Hann bendir á að jarðarbúar hafi verið um 1500 milljónir árið 1900 en séu núna 8000 milljónir.

Í þættinum sagðist Elín Björk Jónasdóttir veðurfræðingar álíta að lausnin fælist ekki í því að hemja fjölgun mannkyns, það vandamál væri þegar leyst, og Vesturlandabúum sem mest menga færi fækkandi.

Magnús sagði í þættinum að hann hefði verið kallaður loftslagsafneitari og líkt við þá sem trúðu því ekki að jörðin væri hnöttótt. Hann sagðist hins vegar engu afneita af því sem vísindamenn hafa dregið fram í loftslagsumræðunni:

„Ég dreg vísindin ekki í efa heldur hitt að þetta verði eins mikið neyðarástand og stundum er látið í veðri vaka. Við verðum ekki í jafn erfiðri stöðu og oft er talað um, neyðástand – hamfarahlýnun – jafnvel Bretland er farið að lýsa yfri neyðarástandi,“ sagði Magnús.

Andri Snær Magnason rithöfundur benti í að kolefnislosun mannkyns jafngilti því að 600 Eyjafjallajöklar væru gjósandi öllum stundum allt árið og þegar maður hefði rætt við sjávarlíffræðinga um súrnun hafsins væri það augljóst að það væri fullkomið ábyrgðarleysi að taka þessi mál ekki föstum tökum.

Magnús benti á að hann hefði þegar fyrir tíu árum hvatt til þess að tekinn yrði upp kolefnisskattur og landið yrði rafbílavætt.

Spyrlar þáttarins spurðu Magnús út í álit hans á þeim spádómum að svæði á jörðinni yrðu óbyggileg og jöklar myndu hverfa. Magnús sagði að samfara hlýnum jarðar yrðu sum svæði óbyggileg en önnur svæði yrðu byggilegri. „Það er búið að spá heimsenda oft en ég held að það verði enginn heimsendir út af loftslagsbreytingum,“ sagði Magnús.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

FA ósátt við reglugerð Willums – Sígarettur fara í kúkabrúnar umbúðir

FA ósátt við reglugerð Willums – Sígarettur fara í kúkabrúnar umbúðir
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Skeljagrandabróðir sakfelldur fyrir fólskulega árás

Skeljagrandabróðir sakfelldur fyrir fólskulega árás
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Birtir dæmi úr kommentakerfinu og spyr hvað þurfi til að fólk fatti spillinguna

Birtir dæmi úr kommentakerfinu og spyr hvað þurfi til að fólk fatti spillinguna
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Spyr hvort „Barna­verndarpáfinn“ sé hafður í felum – „Meðan kjallarinn morknar verður íburðurinn alltaf meiri í risinu“

Spyr hvort „Barna­verndarpáfinn“ sé hafður í felum – „Meðan kjallarinn morknar verður íburðurinn alltaf meiri í risinu“
Fréttir
Í gær

Sakar Carbfix um að gaslýsa almenning – „Þar erum við meðal annars að tala um blásýru“

Sakar Carbfix um að gaslýsa almenning – „Þar erum við meðal annars að tala um blásýru“
Fréttir
Í gær

Heimildin birtir fréttina sem byggist á leyniupptökunum: „Við getum aldrei talað um að hann sé að gera það fyrir vin sinn“

Heimildin birtir fréttina sem byggist á leyniupptökunum: „Við getum aldrei talað um að hann sé að gera það fyrir vin sinn“