Dómur var kveðinn upp í kynferðisbrotamáli Atla Rafns Sigurðarsonar leikara á dögunum og hefur niðurstaðan verið á vörum margra síðan. Lögmaður Atla segir að um launsátur hafi verið að ræða og sé þá gott að það hafi þessar afleiðingar. Einar segir að enn þann dag í dag sé Atli í þoku með þetta mál. Atli viti enn þann í dag ekki hvað hann eigi að hafa gert né hverjum. Þetta umrædda launsátur gefur til kynna að starfsmenn Borgarleikhússins, sem kvörtuðu undan leikaranum – undir fullum trúnaði – hafi af fúsum og frjálsum vilja reynt að sverta mannorð hans að tilefnislausu. Dómurinn setur óneitanlega það fordæmi að þolendur þjáist áfram í þágu meintra perverta, sem hysja upp um sig buxurnar og ganga frá málinu óskaddaðir. Jú, vissulega fækkar atvinnutilboðum en verðmatið á slíkum egóbresti á ekkert í minningar og hugrekki þeirra sem stíga fram undir trúnaði þegar brotið hefur verið á þeim. Hversu mikils virði á það að vera?