Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sendi frá sér tilkynningu í kvöld er varðaði rafrettunotkun unglinga. Lögreglan segist hafa fundið fíkniefnið spice í rafrettum unglinga á Höfuðborgarsvæðinu.
„Þetta er mikið áhyggjuefni og því vill Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu vekja athygli á málinu og hvetja forráðamenn barna og unglinga til að vera á varðbergi.“
Spice er einskonar efnasniðið- eða gervi kannabisefni, en lögreglan lýtur málið alvarlegum augum og segir svipuð mál ver að valda vandræðum í Bretlandi.
„Efnið er nánast lyktarlaust, en á meðal skammtímaáhrifa þess eru mikil gleði og ánægja. Aukinn hjartsláttur, hár blóðþrýstingur, ofskynjanir, ofsóknaræði, kvíðaköst og árásargirni eru hins vegar á meðal alvarlega aukaverkana af notkun efnisins.“
Í yfirlýsingu lögreglunnar kemur fram að hegðun unglingana hafi orðið til þess að lögregla hafði afskipta af þeim og í kjölfarið rannsakað rafrettuvökvann.
„Það var hegðun unglinganna sem leiddi til afskipta af þeim í umdæmi Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og var lagt hald á rafrettur. Veipvökinn úr þeim var rannsakaður á rannsóknarstofu Háskóla Íslands í lyfja- og eiturefnafræði og reyndist hann innihalda Spice, auk nikótíns. Málið er unnið í samráði við barnaverndaryfirvöld.“