Í kvöld var borgarafundur í beinni útsendingu á RÚV, þar sem rædd voru loftlagsmál og hættan sem fylgir þeim. Fjöldi þjóðþekktra gesta voru viðstaddir og svöruðu spurningum, en þar má nefna Dag B. Eggertsson, Andra Snæ Magnason, Sævar Helga Bragason, yfirleitt kallaður Stjörnu-Sævar.
Ef eitthvað er að marka samfélagsmiðilinn Twitter, þá virðist umdeildasti gesturinn á borgarafundinum hafa verið blaðamaður á Viljans, Erna Ýr Öldudóttir.
Bæði fyrir, eftir og á meðan fundinum stóð kepptust Twitter-verjar við það að gagnrýna Ernu, en seinustu misseri hefur hún verið dugleg að efast um réttmæti vísindamanna er rannsaka loftlagsmál og jafnvel kallað Parísarsamkomulagið svikamyllu. Á fundinum í kvöld kallaði Erna til dæmis þá sem óttast hamfarahlýnun bölsýnisfólk.
Líkt og áður kom fram gagnrýndu margir, á meðan aðrir gerðu gys að Ernu, vegna þáttarins í kvöld. Hér að neðan má sjá nokkur tíst um hana.
Hérna, er þessi Erna Ýr í alvöru til? Er þetta ekki leikkona sem er að trolla mannskapinn? #borgarafundur
— Hafrún Kristjans (@HabbaKriss) November 19, 2019
Nei ok, Erna Ýr er þarna. Þetta verður einhver banger.
— Hrafn Jónsson (@hrafnjonsson) November 19, 2019
„SEMJA? ég er ekki að SEMJA fréttir. Ég skrifa fréttir“
Ok then.
— Hrafn Jónsson (@hrafnjonsson) November 19, 2019
mér fannst eins og það hefði þurft að setja meiri pressu á það hvernig „blaðamanna“ griftið hennar ernu er einmitt ekkert annað en hagsmunavinna fjármögnuð af fólki sem hefur hagsmuna að gæta
— KARL 理🧘🏼♂️🦉 (@karlhoelafur) November 19, 2019
Ok þetta var ekki einu sinni fyndið, bara dumpster fire.
— Atli Viðar (@atli_vidar) November 19, 2019
Strax farin að ljúga.
— Teóríubangsi (@Rafauga) November 19, 2019
Ég skrapp frá. Var ákveðið að fela öllu sturlaðasta fólki landsins að fjalla um loftslagsmál á RÚV okkar allra? Af hverju?
— Thorvaldur Sverrisson (@Valdikaldi) November 19, 2019