fbpx
Föstudagur 27.desember 2024
Fréttir

Svona búa Samherjar

Ritstjórn DV
Laugardaginn 16. nóvember 2019 08:36

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Afhjúpun Kveiks og Stundarinnar upp úr Samherjaskjölunum hafa skotið þjóðinni allri skelk í bringu. Fjölmargir lykilstjórnendur Samherja koma fyrir í gagnaleka Wikileaks og eru ásakanirnar grafalvarlegar, glæpsamlegar. DV ákvað að kíkja á helstu lykilstjórnendur Samherja sem koma fram í gögnunum og sjá hvernig þeir búa.

Þorsteinn Már Baldvinsson.

Á húsið skuldlaust

Þorsteinn Már Baldvinsson, sem hefur stigið til hliðar sem forstjóri Samherja meðan á rannsókn málsins stendur, hreiðraði um sig í Barðtúni á Akureyri árið 1997 og býr þar enn. Um er að ræða rúmlega 370 fermetra einbýlishús sem Mái keypti af Höldi ehf., sem rekur Bílaleigu Akureyrar. Þá var fasteignamat eignarinnar tæplega 13,8 milljónir króna og var kaupverðið að fullu greitt. Mái á því húsið skuldlaust en fasteignamat næsta árs eru tæpar níu tíu milljónir króna.

Barðtún.

Í eigu eiginkonunnar

Aðalsteinn Helgason, fyrrverandi framkvæmdastjóri landvinnslu Samherja og framkvæmdastjóri Afríkustarfsemi Samherja, hefur ekki viljað tjá sig um þær ásakanir uppljóstrarans Jóhannesar Stefánssonar að Aðalsteinn hafi gefið Jóhannesi fyrirmæli um að greiða sjávarútvegsráðherra Namibíu mútur. Aðalsteinn hætti að vinna fyrir þremur árum og býr nú í Iðalind í Kópavogi. Aðalsteinn og eiginkona hans, Ágústa Áróra Þorsteinsdóttir, gerðu með sér kaupmála árið 2013 um að húsið væri hjúskapareign Ágústu og því er hún ein skráð fyrir húsinu í dag. Í kaupmálanum er skráð heimilisfang Aðalsteins á Kanaríeyjum. Aðalsteinn er skráður með búsetu í Iðalind samkvæmt Þjóðskrá, en um að ræða rúmlega 180 fermetra einbýlishús og er fasteignamat næsta árs tæplega 83 milljónir króna.

Býr á Spáni

Aðalsteini til halds og traust í Afríkustarfsemi Samherja var Ingvar Júlíusson, fjármálastjóri Samherja á Kýpur og í Afríku. Hann er búsettur á Spáni samkvæmt Þjóðskrá.

Glæpasögur og Grafarvogur

Jón Óttar Ólafsson starfaði sem ráðgjafi hjá Samherja á því tímabili sem Samherjaskjölin ná til og var í innsta hring Namibíuveiðanna. Jón Óttar starfaði sem rannsóknarlögreglumaður en var rekinn árið 2012 fyrir meint brot á þagnarskyldu. Málið var látið niður falla árið 2013. Hann er einnig glæpasagnahöfundur og hefur skrifað bækurnar Hlustað og Ókyrrð. Hann er skráður til heimilis í Smárarima í Grafarvogi samkvæmt Þjóðskrá en ekki skráður eigandi. Um leiguhúsnæði gæti verið að ræða en sá leigusamningur finnst ekki í þinglýstum gögnum. Húsið er tæpir 240 fermetrar og er fasteignamat næsta árs tæp 91 milljón.

Arna á Akureyri

Yfirlögfræðingur Samherja, Arna Bryndís Baldvins McClure, kemur oft fyrir í Samherjaskjölunum og sat meðal annars fundi með namibísku þremenningunum James, Tamson Hatukulipi og Sacky Shangala sem sagðir eru hafa þegið mútur frá Samherja til að greiða aðgang að fiskveiðikvóta. Bryndís er búsett við Hafnarstræti 47 í heimabæ Samherja, Akureyri. Þar býr hún í tæplega tvö hundruð fermetra hæð sem metin er á tæpar 43 milljónir á næsta ári.

Margt með í kaupunum

Kristján Vilhelmsson, annar aðaleigandi Samherja og útgerðarstjóri fyrirtækisins á Íslandi, býr að Vörðuhóli í dreifbýli Akureyrar, rúmlega 250 fermetra timburhúsi sem metið er á tæpar fimmtíu milljónir á næsta ári. Kristján keypti húsið árið 2007 en með í kaupunum fylgdu tveir traktorar, sláttuvél, heyþyrla, snjóblásari og þriðjungur í haugsugu og rakstrarvél.

Kristján Vilhelmsson.

Mynd fyrir athygli

Baldvin Þorsteinsson, sonur Þorsteins Más og framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá Samherja, kemur fyrir í Samherjaskjölunum. Ein mynd úr skjölunum hefur vakið sérstaka athygli en þar sést hann sitja fyrir á mynd með namibískum konum. Baldvin er skráður til heimilis í Hollandi samkvæmt Þjóðskrá, en á ja.is er hann skráður með búsetu á Grandavegi 7 í Reykjavík. Hann er hins vegar ekki skráður eigandi íbúðar í því fjölbýlishúsi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Landflótta norðurkóreskir hermenn segja norðurkóresku hermennina í Úkraínu vera úr úrvalssveitum

Landflótta norðurkóreskir hermenn segja norðurkóresku hermennina í Úkraínu vera úr úrvalssveitum
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Eigandi rússnesks skips segir að því hafi verið sökkt vísvitandi – „Hryðjuverk“

Eigandi rússnesks skips segir að því hafi verið sökkt vísvitandi – „Hryðjuverk“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Voru gerð mistök við val á íþróttamanni ársins? – „Mér brá óneitanlega mikið í kvöld“

Voru gerð mistök við val á íþróttamanni ársins? – „Mér brá óneitanlega mikið í kvöld“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Líkfundurinn var aðeins byrjunin á ótrúlegri fléttu – „Ruglað fólk gerir ruglaða hluti“

Líkfundurinn var aðeins byrjunin á ótrúlegri fléttu – „Ruglað fólk gerir ruglaða hluti“